Innlent

Fékk „út­drátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í

Samúel Karl Ólason skrifar
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti helstu atriði nýrrar samgönguáætlunar fyrr í vikunni.
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnti helstu atriði nýrrar samgönguáætlunar fyrr í vikunni. Bjarni Einarsson

Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, las ekki alla skýrslu sem Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri gerði um jarðgangakosti. Hann vísaði í skýrsluna fyrr í vikunni þegar hann kynnti nýja samgönguáætlun en segist hafa fengið útdrátt úr henni.

Í viðtali við Austurfrétt segir Eyjólfur að sú ákvörðun að velja Fjarðagöng fram yfir Fjarðarheiðargöng byggi á faglegum greiningum og verið sé að skapa nýtt atvinnusvæði á Austfjörðum. Þann hluta skýrslunnar sagðist Eyjólfur hafa lesið allan.

Sjá einnig: Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný

Grein Austurfréttar er mjög ítarleg en þar kemur fram að samkvæmt áðurnefndri skýrslu hafi Fjarðarheiðargöng skorað betur þegar kemur að umferðaröryggi og að bæði göngin fái hæstu einkunn þegar kemur að byggðaþróun.

Þar segir að á einum tímapunkti í viðtalinu hafi Eyjólfur verið spurður hvort hann hefði lesið skýrsluna hafi svarið verið:

„Ekki alveg – ég hef bara fengið útdrátt úr henni.“

Síðar í viðtalinu sagðist hann ekki vera í viðtali til að taka próf um skýrsluna.




Ósáttir íbúar

Íbúar Múlaþings og embættismenn eru ekki ánægðir með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um jarðgangagerð á næstu árum. Þá hefur verið vísað til þess að banaslys hafi orðið á heiðinni skömmu eftir að ákvörðunin var tilkynnt.

„Hér er afskaplega þungt. Það var erfiður dagur í gær og það er mikið áfall að vinna úr bæði andlátið, er okkur þungbært, og síðan er framganga ráðherra í gær okkur afskaplega þungbær líka. Það er þungt hljóðið í okkur fyrir austan í dag,“ sagði Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar í Múlaþingi og formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar, við fréttastofu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×