Horfir upp á dauðagöngu 21 árs gamals sonar síns 25. september 2006 05:30 Fanney Edda á heimili sínu. Frá þrettán ára aldri hefur sonur Fanneyjar glímt við fíkniefnavanda. Stutt er síðan hann hóf að neyta fíkniefna að nýju eftir að hafa verið vímuefnalaus í tvö ár. Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Ég hef þurft að fylgjast með því úr nálægð hvernig fíkniefnaneysla hefur dregið sjálfsvirðingu og lífsgleði úr syni mínum, sem að öllu jöfnu er hjartahlýr og skarpgreindur, segir Fanney Edda Pétursdóttir, móðir 21 árs gamals morfínfíkils sem bíður þess að komast í meðferð vegna veikinda sinna. Sonur hennar hefur þurft að bíða eftir því vikum saman að komast í meðferð en Fanney vonast til þess að hann komist inn á Landspítalann til afvötnunar í næstu viku og að henni lokinni í meðferð í Krísuvík, eftir mánaðartíma. Sem betur fer losna margar fjölskyldur þessa lands undan því fargi sem það er að horfa upp á fjölskyldumeðlim veslast upp vegna fíkniefnaneyslu. En hinir, sem neyðast til þess að ganga í gegnum neyslulífernið, finna of sterklega fyrir viljalausum tilraunum stjórnvalda til þess að bregðast við vandanum. Sonur Fanneyjar hefur glímt við fíkniefnavanda um sjö ára skeið. Hann hefur í nokkur skipti leitað sér hjálpar á meðferðarstofnunum. Eftir að hafa haldið sér utan við fíkniefnaneyslu í tvö ár hóf hann að nýju að neyta fíkniefna fyrir ári síðan. Fanney gagnrýnir viljalausar aðgerðir stjórnvalda til þess að taka á vandanum. Það er fullkomlega óviðunandi staða að fólk sem er við dauðans dyr þurfi að bíða eftir því vikum og mánuðum saman, í stöðugri lífshættu, að fá að finna fyrir vilja hjá heilbrigðisstarfsfólki til þess að taka á sjúkdómi sínum. Kannski hafa þingmenn og opinberir starfsmenn ekki upplifað það að fylgjast með börnum sínum morkna niður vegna fíkniefnaneyslu. Allir starfsmenn meðferðarstofnana, færustu sérfræðingar landsins, hafa um áratuga skeið haldið því fram að framlag hins opinbera til heilbrigðisstofnana sem taka á vímuefnavanda sé allt of lítið. Á þetta fólk hefur ekki verið hlustað. Meðal annars með þeim afleiðingum, þó að margt annað komi til, að efnilegir þjóðfélagsþegnar falla frá vegna úrræðaleysis svo tugum skiptir árlega. Sonur minn, sem nú er á endastöð í neyslu og bíður þess að reyna að fá bót meina sinna, er einn af þeim sem geta fallið frá. Hann er núna á sinni dauðagöngu. Ekki náðist í Siv Friðleifsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins.
Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira