Valsmönnum spáð sigri 26. september 2006 06:00 meistararnir? Markús Máni Michaelsson og Óskar Bjarni Óskarsson, fyrirliði og þjálfari Vals sem er spáð titlinum í ár. MYND/GVA Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur. Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Sjá meira
Árlegur kynningarfundur fyrir handboltatímabilið sem senn er að hefjast var haldinn í gær. Þar spáðu þjálfarar og fyrirliðar liða í deildunum um gengi liðanna í vetur. Skemmst er frá því að segja að Valsmönnum var spáð sigri í DHL-deild karla og Stjörnunni í DHL-deild kvenna. Aftureldingu var spáð sigri í 1. deild karla og FH 2. sætinu en tvö efstu liðin komast í úrvalsdeild að ári. Fylki og ÍR var spáð falli úr úrvalsdeildinni. Leikin er þreföld umferð í öllum deildum. Mér líst ágætlega á þessa spá en hafa ber í huga að menn reyndust ekki sannspáir í fyrra, sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. En það er alltaf gaman að þessum spám, hún markar alltaf upphaf tímabilsins og vonandi að hún rætist í ár. Þetta er það sem við stefnum að og við erum þakklátir fyrir að þjálfarar og fyrirliðar annarra liða hafa greinilega trú á okkur og okkar mannskap. Ég vil líka meina að stjórn handknattleiksdeildarinnar hafi unnið gott starf í sumar og fengið til liðsins marga skemmtilega leikmenn. Óskar segir þó ekki ólíklegt að raunveruleikinn verði annar en spáin sýnir. Það eru mörg hörkulið í deildinni sem eiga eftir að valda usla. Sem dæmi gætu HK og Stjarnan farið ofar en þeim er spáð. Ég held að það hafi ef til vill aldrei verið erfiðara að spá en núna í ár. Breytt fyrirkomulag er á Íslandsmótinu í ár en boðið verður upp á keppni í tveimur deildum í fyrsta sinn í langan tíma. Mér fannst reyndar mjög gaman í fyrra en það hafa margir beðið eftir því að fá tvær deildir. Átta liða deild býður upp á mikla spennu og því vona ég að verði gaman í vetur. Fjórtán lið voru í DHL-deild karla í fyrra og hafa nú tvö þeirra, KA og Þór, sameinast í eitt lið, Akureyri. Það keppir í úrvalsdeildinni en fimm lið frá því í fyrra keppa nú í 1. deildinni auk þriggja nýrra. Það eru Grótta, Höttur og Haukar 2 en tvö síðastnefndu liðin hafa undanfarin ár keppt í utandeildinni. Viðbúið er að fimm lið verði í sérflokki í DHL-deild kvenna en þar keppa níu lið í ár. Tíu lið voru í deildinni í fyrra og aðeins tvöföld umferð þannig að dagskráin verður þéttari hjá konunum í vetur. Fækkunina má skýra með því að tvö lið hafa sameinast undir merkjum Akureyrar. Spáin staðfestir grun okkar í Stjörnunni að við erum á réttri lið með liðið okkar, sagði Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunnar. Ég býst við því að 4-5 lið eru með hvað bestan mannskap en það telur ekki alltaf. Ung lið eins og Fram og HK gætu vel spýtt í lófana og strítt hinum liðunum. En ég tel að Grótta muni mæta gríðarlega sterkt til leiks í vetur.
Íþróttir Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Komin átta mánuði á leið en kláraði fimm kílómetra á tuttugu mínútum Falko áfram í Breiðholtinu Sjá meira