Skilning skortir í samfélaginu 2. október 2006 03:30 Ólöf Bjarnadóttir Tauga- og endurhæfingarlæknir Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði. Innlent Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Markmið málþings um heilaskaða sem haldið var fyrir helgina var að auka umræðu og skilning á hlutskipti fólks með heilaskaða og þeirra nánasta umhverfi. Ólöf Bjarnadóttir, tauga- og endurhæfingarlæknir á Reykjalundi, segir mikilvægt að skilgreina og greina vanda heilaskaðaðra. Þessi hópur hefur verið falinn í þjóðfélaginu þar sem vandinn er ekki sýnilegur utan á fólki. Birtingarmynd heilaskaða getur verið mismunandi, sumir eiga erfitt með að skynja umhverfið, aðrir eiga við minnisskerðingu að stríða og enn aðrir missa einbeitinguna. Ólöf segir fólk með heilaskaða geta tekið persónuleikabreytingum og það hafi áhrif á alla fjölskylduna. Skyndilega er komin ný persóna á heimilið og það getur verið erfitt fyrir aðra fjölskyldumeðlimi að horfast í augu við þessar breytingar. Ólöf segir heilaskaðaða og fjölskyldur þeirra oft skorta skilning í samfélaginu og þess vegna hafi verið ákveðið að leggja hornstein að stofnun félags aðstandenda og fagfólks um málefni fólks með heilaskaða. Af þeim 500 sem sem hljóta heilaskaða árlega greinast 55 með miðlungs- eða alvarlegan heilaskaða og þarf sá hópur á sérhæfðri endurhæfingu að halda, segir Ólöf. Hún segir að nú komi um 30 manns á göngudeild Reykjalundar vegna heilaskaða en þar er einnig starfandi teymi um þennan málaflokk. Ólöf segir algengustu orsakir heilaskaða hjá fullorðnum umferðarslys og ofbeldisverk, en byltur og föll hjá börnum og gamalmennum. Þá fer þeim fjölgandi sem hljóta heilaskaða af völdum ofbeldis. Heilaskaðar hjá börnum hafa oft alvarlegar afleiðingar á hæfni þeirra því þau skortir bakgrunn til að bæta upp skaðann. Ólöf segir auknar kröfur á vinnumarkaði hafa orðið til þess að færri fórnarlömb heilaskaða geti nú stundað vinnu á almennum markaði.
Innlent Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira