Alvarlegar ásakanir á Bush og stjórn hans 2. október 2006 05:30 George W. Bush Bandaríkjaforseti er undir miklu álagi þessa dagana, en í dag kemur bók blaðamannsins virta Bobs Woodward út, þar sem Bush fær afar harða útreið og er sagður lifa í afneitun varðandi ástandið í Írak. George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel. Erlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti reynir að leyna því hversu alvarlegt ástandið er orðið í Írak, segir í bókinni State of Denial, eða Ríki afneitunar, eftir virtan bandarískan blaðamann, Bob Woodward. Bókin kemur út í dag. „Uppreisnarseggirnir vita hvað þeir eru að gera, þeir þekkja hversu víðtækt ofbeldið er og hversu mikil áhrif það hefur," sagði Woodward nýlega í fréttaviðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, og bætti við að bandaríska þjóðin hefði aftur á móti ekki hugmynd um hið sama. Bush og talsmenn Hvíta hússins hafa reynt að afneita upplýsingunum sem í bókinni er að finna. Sagði Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, að bókin væri líkt og „bómullarsykur" sem virðist matarmikill, en „bráðnar við snertingu". Woodward, sem starfar sem aðstoðarritstjóri Washington Post, hefur skrifað tvær aðrar bækur um Bush og stjórn hans, en hefur hingað til að mestu leyti látið vera að gagnrýna forsetann. Bækur hans hafa í raun verið taldar til skyldulesningar fyrir stuðningsmenn Bush. Þó hafa talsmenn Hvíta hússins staðfest þær fregnir sem fram koma í bókinni um að fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Henry Kissinger, sé nú einn aðalráðgjafi Bush. Woodward segir Dick Cheney, varaforseta Bandaríkjanna, hafa upplýst sig um að Kissinger, sem starfaði undir Richard Nixon og Gerald Ford forsetum meðan á Víetnamstríðinu stóð, væri orðinn afar náinn vinur Bush. „Hann er kominn aftur. Í raun er eins og Henry Kissinger sé einn af fjölskyldunni. Sé hann staddur í bænum getur hann bara hringt og ef forsetinn er laus, þá hittast þeir," sagði Woodward. Að mati Kissingers geta Bandaríkjamenn ekki yfirgefið Írak fyrr en sigur er í hönd, að sögn Woodwards. „Þetta er heillandi. Kissinger hefur endurvakið Víetnamstríðið," sagði Woodward, sem var einn tveggja blaðamanna sem komu upp um Watergate-hneykslið í tíð Nixons. Í bókinni segir jafnframt að Andrew Card, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, hafi í tvígang reynt að fá Bush til að reka varnarmálaráðherra landsins, Donald Rumsfeld, í seinna skiptið með aðstoð Lauru, eiginkonu Bush. Umleitan þeirra bar þó ekki árangur. Bókin kemur í bókabúðir vestra í dag og gera má ráð fyrir að hún seljist afar vel.
Erlent Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira