Rússneskur hermaður hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að misþyrma ungum hermanni svo illa að fjarlægja þurfti fótleggi hans og kynfæri.
Pilturinn var 18 ára þegar atvikið varð í herskóla í Úralfjöllum. Í dómssal kom fram að liðþjálfinn Alexander Sivyakov barði piltinn og pyntaði á gamlárskvöld. Misþyrmingarnar leiddu til sýkingar og dreps í neðri hluta líkama hans og liggur ungi maðurinn enn á hersjúkrahúsi.
Sivyakov neitaði að hafa skaðað manninn, en baðst hins vegar afsökunar á því að hafa barið tvo aðra hermenn í desember.