Telur andstöðuna vera mótsagnakennda 19. október 2006 06:45 Einar k. Guðfinnsson Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið sjávarútvegsráðherra á óvart. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn. Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að viðbrögðin við ákvörðun ríkisstjórnarinnar að hefja atvinnuhvalveiðar að nýju hafi verið fyrirsjáanleg. Aðspurður segir hann mótmæli Bandaríkjanna ekki koma sér á óvart en að þau séu mótsagnakennd. „Mér finnst það afskaplega skrítið og ég hef talið að við værum í góðra vina hópi þegar við færum að veiða hval í atvinnuskyni. Við fylgjum í fótspor Bandaríkjamanna að þessu leyti. Við erum hér að veiða hvali óralangt innan þeirra marka sem vísindamenn telja óhætt og þó að mótmæli bandarískra stjórnvalda komi mér ekki beint á óvart þá finnst mér þau mjög mótsagnakennd, þó ekki sé nú meira sagt. Ég veit að þeir eru að veiða mun meira en heimildin sem ég gaf út kveður á um og mun stærra hlutfall úr veiðistofninum en við erum að gera.“ Mótmæli annarra þjóða hafa ekki komið Einari á óvart á neinn hátt. „Ég hef heyrt viðbrögðin frá breskum stjórnvöldum og ég veit að Nýsjálendingar hafa látið í sér heyra. Ég bjóst við því þar sem þetta eru þjóðir sem eru þekktar fyrir andstöðu gegn hvalveiðum. Ég hefði verið undrandi ef þessar þjóðir hefðu ekki ítrekað sjónarmið sín.“ Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir Bandaríkjamenn veiða Grænlandssléttbak við Alaska undir formerkjum frumbyggjaveiða. Árið 2004 veiddu Japanar mest allra þjóða innan Alþjóðahvalveiðiráðsins í tonnum talið en Bandaríkjamenn og Rússar fylgdu þar í næstu sætum með veiði í kringum 2.000 tonn.
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira