Veiðarnar borga sig jafnvel þótt hvalkjötið seljist ekki 19. október 2006 07:15 síðasti hvalurinn Svona var umhorfs þegar síðasti hvalurinn var dreginn á land í Hvalfirði árið 1989. MYND/sveinn þormóðsson „Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira
„Við erum mjög hamingjusamir yfir að þetta skuli farið af stað,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að heimila hvalveiðar að nýju. „Við töpum yfir tíu milljörðum á ári á þeim vexti sem orðinn er á hvalastofnunum miðað við að veiðar hefðu verið stundaðar. Það er mjög mikilvægt fyrir þjóðarbúið að þessum skepnum sé haldið innan hæfilegra marka,“ bætir Friðrik við. Friðrik segir að jafnvel þótt ekki tækist að selja hvalkjötið muni veiðarnar borga sig fyrir þjóðarbúið vegna þeirra áhrifa sem minnkun hvalastofnanna hefði á fiskveiðar. „Ég tel það. Ekki spurning,“ segir hann aðspurður um það en tekur þó um leið skýrt fram að hann hafi fulla trú á því að kjötið seljist: „Kristján Loftsson þekkir Japansmarkað örugglega betur en nokkur annar og hann segir að hægt sé að selja kjötið þar og ég hef enga ástæðu til að rengja það,“ segir Friðrik sem heldur óttast ekki að Íslendingar muni tapa rökræðustríði á alþjóðavettvangi. „Langflestir jarðarbúar eru ekkert að hugsa um þetta. Og þeir sem hugsa komast að því að það er langt frá því að verið sé að ganga nærri þessum stofnum. Það er ekki útilokað að það verði einhver neikvæð áhrif en það er bara svo miklu meira í húfi,“ segir Friðrik. „Þetta mun ábyggilega fara fyrir brjóstið á einhverjum en allir sem maður ræðir málið við skilja rökin fyrir þessum veiðum,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri sjávarútvegsfyrirtækins HB Granda. „En það getur verið erfitt að eiga við tilfinningalegu hliðina,“ bætir hann við. Eggert segir það eðlilegt að hvalastofninn sé ekki látinn vaxa út fyrir öll mörk því það komi niður á fiskstofnunum: „Hann er jú keppinautur okkar um fiskinn.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vill ekkert tjá sig að sinni um ákvörðunina um að hefja hvalveiðar að nýju heldur vísar til yfirlýsingar sinnar frá því í lok september. „Afstaða Samherja til þessa máls er því skýr. Fyrirtækið telur að hefja eigi hvalveiðar og að nýta beri hvalastofna með sjálfbærum hætti rétt eins og aðra nytjastofna,“ sagði meðal annars í yfirlýsingu Þorsteins. „Við erum ekki tilbúnir til að tjá okkur um málið að svo stöddu,“ segir Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri hjá fisksölufyrirtækinu Iceland Seafood International.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Sjá meira