Úrvalið af mjólkurvörum stórminnkar 20. október 2006 07:15 Mjólkurvörur frá Búðardal Hætta er á því að úrvalið af mjólkurvörum minnki í verslunum á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal á næstunni. Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann. Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Vöruúrval í verslunum minnkar á næstunni á starfssvæði Mjólkursamlagsins í Búðardal vegna skipulagsbreytinga sem hafa átt sér stað. Mjólkursamlagið í Búðardal mun einbeita sér að vinnslu mjólkurafurða og verða verslanir á svæðinu frá norðanverðu Snæfellsnesi að Barðastrandarsýslu og Vestur-Húnavatnssýslu að panta vörur frá MS í Reykjavík. „Við þurfum að panta allt í heilum og hálfum pakkningum frá MS og það er hið versta mál fyrir svona lítið bæjarfélag. Þetta kemur sér sérstaklega illa þegar um er að ræða vörur sem lítil hreyfing er á,“ segir Gestrún Sveinsdóttir, verslunarstjóri í Jaðarkaupum á Tálknafirði. Gestrún nefnir sem dæmi gráðost. „Það er engin roksala í honum en alltaf einhverjir sem vilja. Ég verð að taka pakkningu með tólf ostum sem þýðir birgðir fyrir mig í fjóra til fimm mánuði en osturinn hefur kannski bara þriggja mánaða sölutíma. Ég verð því annað hvort að henda afganginum í ruslið eða sleppa því að panta hann,“ segir hún. Gestrún telur ljóst að nýja fyrirkomulagið þýði miklu minna vöruúrval fyrir fólk á svæðinu. „Maður hefur reynt að hafa sem flestar tegundir á boðstólum en ég reikna með að að nú verði maður að reyna að panta eftir því sem selst og finna einhvern milliveg, panta ekki það sem lendir í tunnunni,“ segir hún. Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS, segir að breytingin hafi átt langan aðdraganda. Ákveðið hafi verið að þjóna sölu- og markaðsmálum sem mest frá Reykjavík. Þannig geti starfsmenn í mjólkurbúunum einbeitt sér betur að framleiðslunni. „Við gerðum sambærilega breytingu á Blönduósi í sumar og gerum ráð fyrir að breyta þessu á Selfossi snemma á næsta ári. Þá munum við þjóna öllum miðlægt og teljum okkur þannig tryggja jafngóða þjónustu á öllu landinu,“ segir hann. Guðbrandur segir að því miður hafi MS þurft að setja reglur um magn í pöntun. Eftir mikla skoðun hafi verið ákveðið að afgreiða bara heilar og hálfar pakkningar. Búðardalur hafi jafnvel selt eina jógúrtdós í einu en því miður sé það ekki hægt. „Ég skil þessi sjónarmið og virði þau fullkomlega en það eru takmörk fyrir því hvað við getum gert,“ segir hann.
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira