Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar Ögmundur Jónasson skrifar 20. október 2006 05:00 Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Sjá meira
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því?
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun