Þeir eiga að biðja Svavar Gestsson afsökunar Ögmundur Jónasson skrifar 20. október 2006 05:00 Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þór Whitehead skrifar grein í Fréttablaðið í gær (miðvikudaginn 18. október) sem varð til þess að mig setti hljóðan. Fram kemur að samráðherrar Svavars Gestssonar í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar, 1988-1991, óskuðu eftir því að kannað yrði hvort Svavar hefði gengið erinda austur-þýsku leyniþjónustunnar! Ráðherrarnir voru samkvæmt frásögn Þórs, forsætisráðherrann Steingrímur Hermannsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráherra og þáverandi formaður Alþýðuflokksins. Þór Whitehead byggir frásögn sína á skriflegum heimildum Róberts Trausta Árnasonar sem á þessum tíma var vara-fastafulltrúi Íslands hjá NATÓ en hann var beðinn um að gangast fyrir um þessa eftirgrennslan. Það hafi hann að eigin sögn gert þótt hann hafi verið „tregur til verksins" því hann hafi ekki fengið að vita hvernig ráðherrarnir „myndu nota hugsanlegar upplýsingar". Hann hafi engu að síður sinnt þessari beiðni og leitað til vestur-þýsku leyniþjónustunnar og hinnar bandarísku. „Einkum vildi Jón Baldvin vita, hvort að Svavar Gestsson hefði verið í hópi erindreka STASI," segir í frásögn Róberts Trausta. Þar kemur einnig fram að ráðherrarnir hafi tekið sérstaklega fram að ekkert mætti fréttast um þetta til forstöðumanns íslenska útlendingaeftirlitsins sem annaðist öryggisþjónustu á vegum lögreglu og dómsmálaráðuneytis um þetta leyti. Ekki ætla ég að rekja grein Þórs Whiteheads og frásögn Róberts Trausta í þaula að öðru leyti en því að frá því er skemmst að segja að Róbert Trausti fékk kuldalegar viðtökur hjá fyrrnefndum leyniþjónustumönnum sem hefðu engin skjöl viljað láta af hendi en „það eitt staðfesti að STASI hefði enga íslenska trúnaðarmenn á sínum snærum og hefði aldrei haft. Þetta vissi íslenska öryggisþjónustan mætavel". Fram kemur að nokkru síðar hefði Róbert Trausti fengið ítarlegri svör frá vestur-þýsku leyniþjónustunni þar sem skýrt var frá því að rannsóknir hefðu leitt í ljós að að austur-þýsku leyniþjónustunni Stasi hafi „ekkert [orðið] ágengt í því að ráða sér íslenska erindreka til starfa á Íslandi hvorki á meðal íslenskra námsmanna né annarra". Þór Whitehead kveðst hafa leitað eftir mati á þessum staðhæfingum hjá „heimildarmanni úr íslensku öryggisþjónustunni" sem hafi sagt að þetta væri „á þá leið", sem „öryggisþjónustan sjálf" hefði talið líklegasta! Bíðum við, „öryggisþjónustan sjálf"!! Hér er vísað til íslenskrar öryggisþjónustu, sem virðist hafa verið rekin með leynd í landinu. Það bíður betri tíma að fjalla um hana. Hitt getur ekki beðið að þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Steingrímur Hermannsson biðji Svavar Gestsson formlega og opinberlega afsökunar á framferði sínu gagnvart honum. Þetta ber þeim að gera sem fyrrverandi fulltrúar þjóðarinnar í ríkisstjórn landsins. Þá hljóta þeir að þurfa að biðja þjóðina afsökunar á því að hafa leitað á náðir erlendrar leyniþjónustu í stað þess að snúa sér til innlendra lögregluyfirvalda, hafi þeir haft grunsemdir um alvarlegan glæp á borð við landráð! Hitt hljóta þeir svo að eiga við sjálfa sig hvernig þeir geti réttlætt það að hafa setið í nánu samstarfi með mönnum sem þeir fóru á bak við með þessum hætti. Hafi það verið rétt að einvörðungu hafi verið um einhvers konar formlegheit að ræða hljóta þeir að þurfa að svara því hvers vegna þeir sögðu ekki félaga sínum í ríkisstjórn frá því?
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar