Frumvarp um skerðingu eftirlauna æðstu manna 21. október 2006 08:30 Margrét frímannsdóttir Segist hafa beðið nógu lengi eftir þverpólitísku samkomulagi. Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann. Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Það ætti ekki að vefjast fyrir fólki að lagfæra svona augljósa galla, segir Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, sem ásamt samflokkskonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, leggur í lok mánaðarins fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun opinberra starfsmanna. Ætlunin er að koma í veg fyrir að fyrrverandi þingmenn og ráðherrar á aldrinum 55 til 65 ára geti þegið full eftirlaun samtímis því að vera í launuðu starfi. Umdeild eftirlaunalög voru samþykkt í desember 2003. Meðal annars voru aldursmörk færð niður þannig að þingmenn og ráðherrar gátu í vissum tilfellum hafið töku eftirlauna 55 ára gamlir. Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, reyndi í fyrravetur að ná þverpólitískri samstöðu um breytingar á þessu ákvæði þannig að eftirlaun þeirra sem væru innan við 65 ára myndu skerðast hefðu þeir launatekjur annars staðar frá. Ekki tókst að ljúka því máli. Ég er búin að bíða býsna lengi eftir þessari þverpóltísku samstöðu. Okkar mál var komið langt í vinnslu í fyrravetur en ég treysti því þegar fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir að það yrðu gerðar á þessu breytingar og lét okkar mál bíða. Það gerðist ekkert og er ekki boðað af hálfu ríkisstjórnarinnar að hún ætli að gera nokkuð í málinu núna. Þess vegna leggum við fram okkar mál til að sýna að minnsta kosti okkar vilja, segir Margrét Frímannsdóttir. Eitt helsta álitaefnið varðandi breytingar á eftirlaunalögunum snertir þá einstaklinga sem byrjaðir eru að þiggja eftirlaun samkvæmt lögunum frá 2003. Talið er að þeim kunni að hafa skapast eignarréttur og að ríkið yrði skaðabótaskylt yrði rétturinn skertur. Við viljum láta á þetta reyna og erum þess vegna með ákvæði um að reglurnar gildi um þá sem hafa þegar hafið töku lífeyris en að þeir fái aðlögðunartíma til 1. júní á næsta ári. Þá skerðist þeir til jafns við aðra opinbera starfsmenn fram að 65 ára aldri, segir Margrét. Ekki fengust svör frá Geir Haarde forsætisráðherra um stöðu þessa máls en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðismanna, segir að sér vitanlega hafi ekki gerst neitt meira frá því Halldór Ásgrímsson fór með málið. Við höfum að minnsta kosti ekki verið að ræða þetta neitt núna, segir hún. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks framsóknarmanna, segir fulla samstöðu í þeirra röðum að gera breytingar á þessu tiltekna ákvæði. Það er svo galið að hafa inni þetta ákvæði um að menn geti notið eftirlauna ráðherra þótt þeir séu í öðru launuðu starfi að mönnum bara yfirsást það, segir Hjálmar. En málið er í höndum forsætisráðuneytisins og ég býst ekki við að mikið gerist á þeim vettvangi fyrr en það næst þverpólitísk samstaða. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að þegar málið hafi verið í höndum Halldórs Ásgrímssonar hafi það strandað á því að stjórnarliðar hafi viljað hespa það af fyrir þinglok. Síðan hafi ekkert heyrst um málið. Afstaða okkar er óbreytt: Málið má koma inn í þing en við tökum ekki þátt í neinni fljótaskrift heldur viljum opna umræðu eins og með önnur þingmál, segir Guðjón. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstr grænna, segir ekki hafa staðið á sínum flokki að koma fram breytingum á eftirlaunalögunum. Samstaða hafi einfaldlega ekki náðst. Við höfum í sjálfu sér ekkert hreyft þetta mál frekar en aðrir. Það má segja að það hafi verið í biðstöðu, segir hann.
Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira