Bretar með hótanir vegna hvalveiðanna 21. október 2006 08:00 Hvalur 9 Hvalskipið hefur nú verið á miðunum í fjóra sólarhringa án þess að setja í hval. Sjávarútvegsráðherra segir kollega sinn hafa í illa dulbúnum hótunum við Íslendinga vegna veiðanna. MYND/GVA Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“ Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir að erfitt sé annað en að skilja orð Bens Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Breta, í fjölmiðlum undanfarið en sem dulbúna hótun. Bradshaw sagði Íslendinga barnalega ef þeir ímynduðu sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar myndi ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna. Einar spyr sig hvort Bradshaw hafi haft uppi svipuð mótmæli við hvalveiðiþjóðirnar Japan, Bandaríkin, Noreg og Rússland. „Ég trúi ekki öðru en hann hafi verið samkvæmur sjálfum sér og hafi haft uppi svipuð varnaðarorð um áhrif hvalveiða þessara þjóða á tvíhliðasamskipti við Breta,“ segir sjávarútvegsráðherra. Aðspurður segist Einar ekki geta gert sér það í hugarlund hvernig þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóðanna. „Ég veit það ekki og vil ekki vera með neinar getgátur í þeim efnum.“ Hitt segist Einar hafa vitað lengi að Ben Bradshaw sé eindregið á móti hvalveiðum. „Breski sendiherrann túlkaði það þannig að breska ríkisstjórnin væri á móti hvalveiðum af öllu tagi og á þá greinilega við að Bretar séu ekki fylgjandi sjálfbærri auðlindanýtingu. Það er heilmikil yfirlýsing í sjálfu sér og hlýtur að stugga við raunverulegum náttúruverndarsinnum í heiminum.“ Bradshaw hefur í orðræðu sinni um atvinnuhvalveiðar Íslendinga á síðustu dögum kosið að nýta ekki upplýsingar vísindamanna um stofnstærð hvala við Íslandsstrendur; upplýsingar sem Atlantshafssjávarspendýraráðið (NAMMCO) og vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa staðfest að séu réttar. Þetta segir Einar vera mjög eftirtektarvert. „Það liggur fyrir vísindalegt mat þeirra sem best til þekkja og ljóst að ef breski ráðherrann kýs að virða þessar upplýsingar að vettugi og tala út frá öðru sem ekki eru vísindalegar staðreyndir þá er ekki að furða að hann hafi lent inn á þær villugötur sem raun ber vitni.“ Einar telur að það sama megi segja um mótmæli Evrópusambandsins sem í gær fordæmdu hvalveiðar Íslendinga. „Það getur ekki verið að svo virðuleg stofnun byggi á bestu fáanlegu vísindalegri þekkingu um hvalveiðar fyrst hún ályktar með þeim hætti sem hún gerir. Mér finnst viðbrögð Bandaríkjanna hins vegar hófstillt á margan hátt.“
Innlent Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira