Námsgagnastofnun hindrar samkeppni 21. október 2006 08:45 Námsmeyjar lesa námsbækur Samkeppnishindranir á markaðnum má að miklu leyti rekja til lagaumhverfisins að mati Samkeppniseftirlitsins. Lög um Námsgagnastofnun tóku gildi nokkru fyrir gildistöku samkeppnislaga.fréttablaðið/þök Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“ Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Samkeppniseftirlitið mælist til að Námsgagnastofnun skilji á milli lögbundins rekstrar við að sjá grunnskólum fyrir náms- og kennslugögnum og sölu á útgefnu efni í samkeppni við einkaaðila. Sjálfstæðir útgefendur námsefnis hafa kvartað til samkeppnisyfirvalda yfir að starfshættir og lagaumhverfi Námsgagnastofnunar séu samkeppnishindrandi að því er kemur fram í álitinu. Stofnunin standi í vegi fyrir því að grunnskólar geti nýtt sér efni sem samið er og gefið út af öðrum en þeim. Með kvótakerfi sem stofnunin breyti fyrirvaralaust og að eigin geðþótta sé sjálfstætt starfandi höfundum og útgefendum kennsluefnis gert illmögulegt að koma efni sínu á framfæri við grunnskólanna. Eiríkur Grímsson, skrifstofustjóri Námsgagnastofnunar, er ósáttur við orðalag Samkeppniseftirlitsins. „Stofnunin nýtir ákveðinn hluta af fjárveitingu sinni til að kaupa efni frá öðrum útgefendum sem skólarnir geta síðan sótt í og ákveður stjórn stofnunarinnar hvað þessi kvóti er stór.“ Eiríkur segir að ákveðið hafi verið að fella niður sérkvóta af yngri barna stiginu fyrir nokkrum árum. „Stofnunin bjó við þröngan fjárhag og þörfin metin mest á efri stigum skólakerfisins.“ Ákvörðunin var einnig tekin með hliðsjón af eftirspurn skólanna eftir efninu að sögn Eiríks. „Þannig er villandi og mjög óheppilegt að tala um geðþóttaákvarðanir.“ Guðmundur Sigurðsson, aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir rekstur einkaaðila hafa einkennst af óöryggi og tortryggni. „Skólastjórnendur þurfa að snúa sér til Námsgagnastofnunar til að fá efni og undir hælinn lagt frá hverjum vörum eru keyptar hverju sinni úr þessum sérkvóta.“ Guðmundur segir að fyrst og fremst sé verið að gera athugasemdir við lagarammann og hvernig ákvarðanir hafa verið teknar um nýtingu sérkvóta. Útgefendur námsefnis kvörtuðu einnig yfir því að Námsgagnastofnun hefði sitt kennsluefni til sölu á almennum markaði á verði sem sé ekki unnt að keppa við að því er segir í áliti Samkeppniseftirlitsins. Eiríkur segir það skýrast af þeirri stærðarhagkvæmni sem Námsgagnastofnun njóti og skili sér í lægra verði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kveðst ekki ósátt við þennan úrskurð Samkeppniseftirlitsins sem sé í samhljómi við hennar áherslur. „Það er ljóst að auka þarf frelsi varðandi útgáfu námsgagna og aðgengi annarra að þessu.“ Frumvarps um námsgögn er að vænta í næsta mánuði að sögn Þorgerðar Katrínar. „Það er nefnd að störfum sem tekur á því sem Samkeppniseftirlitið talar um, eins og með sérkvótann. Ég mun beina því til nefndarinnar að fara yfir þennan úrskurð.“
Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira