Ævintýralegur endir í Safamýrinni 22. október 2006 11:45 stopp Pavla Plaminkova reynir hér að stöðva Söru Sigurðardóttur í leik Fram og ÍBV í gær. MYND/Pjetur Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir. Íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Kristina Matuzeviciute, markvörður Fram, skoraði jöfnunarmarkið á lokasekúndunum þegar liðið gerði 22-22 jafntefli á heimavelli sínum gegn ÍBV í DHL-deild kvenna í gær. Þegar lítið var eftir var útlitið dökkt fyrir Fram enda ÍBV með eins marks forskot og í sókn. Pavla Plaminkova skaut þá í stöngina og Fram tók leikhlé þegar tíu sekúndur voru eftir. Í síðustu sókn leiksins kom Kristina óvænt fram og náði að jafna metin þegar tíminn var að renna út. Þessi tvö jöfnu lið skiptu því stigunum á milli sín. „Ég vil meina það að þetta mark í lokin hafi verið kolólöglegt. Hún tók einhver fjögur til fimm skref, byrjar að hlaupa á miðjum vellinum en stingur aldrei niður. Á þessum tímapunkti er þetta hrikalega dýrt. Það var búið að dæma skref á okkur um fimm sinnum sem geta vel verið réttir dómar, hinum megin á vellinum var hins vegar aldrei dæmt. Samræmið í dómgæslunni var ekkert,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. Einar tók við ÍBV fyrir tímabilið, hann var að þjálfa hjá Fram og var því að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. „Við vorum að gera fullt af mistökum í sóknarleiknum og það er eitthvað sem þarf að hugsa um. Ég hefði viljað sjá meira flot á boltanum. Ég var kominn hingað á minn gamla heimavöll til að taka bæði stigin og það hefði átt að takast,“ sagði Einar sem var hundfúll eftir leikinn. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og var munurinn á liðunum aldrei meiri en tvö mörk. Framstúlkur náðu tvisvar sinnum tveggja marka forystu í fyrri hluta fyrri hálfleiks en annars var jafnt á öllum tölum. Eyjastúlkur náðu forystunni í fyrsta skipti í stöðunni 8-9 en þegar leiktíminn í fyrri hálfleik rann út var jafnt 12-12. Lið ÍBV virtist koma ákveðnara til leiks í seinni hálfleik en þá vaknaði heimaliðið aftur og mikil spenna var allt til loka. Magnús Kári Jónsson, þjálfari Fram, var glaður í leikslok en hann sagði lokamarkið hjá Kristinu enga tilviljun, þetta hafi verið æft oft hjá liðinu. „Einar (nú þjálfari ÍBV) var með í því að æfa þetta og því sérstaklega gaman að nota þetta gegn honum. Þetta var ótrúlega skemmtilegur leikur og hann var hraður þó ekki hafi mikið verið skorað. Bæði lið spiluðu góðan varnarleik og markvarslan var góð hjá báðum,“ sagði Magnús. Anett Köbli átti mjög góðan leik með Fram og var besti leikmaður vallarins, hún var sífellt ógnandi og skoraði jafnt og þétt allan leikinn. Á endanum hafði hún skorað tíu mörk en hinum megin var það Pavla Nevarilova sem skoraði mest eða átta, þar af sex í fyrri hálfleik. Báðir markverðirnir stóðu sig með prýði og reyndust liðum sínum mikilvægir.
Íþróttir Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira