Grindavík í vandræðum með Hamar 22. október 2006 11:00 barátta Nýliðar Hamars stóðu í sterkum Grindvíkingum MYND/víkurfréttir/jón björn Í tilefni af því að það er ár kvennakörfuboltans í Evrópu voru allir þrír leikir fyrstu umferðar Iceland Express-deildar kvenna leiknir í íþróttahúsinu í Grindavík í gær. Leikirnir fóru fram hver á eftir öðrum en tveir þeirra unnust með mjög miklum mun. Það var hins vegar talsverð spenna í fyrsta leiknum þegar Grindavík og Hamar/Selfoss áttust við. Nýliðarnir í Hamri/Selfossi voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og komu mjög á óvart með því að standa virkilega í Grindavíkurstúlkum. Grindavík vann á endanum með tólf stiga mun 8674 en forysta liðsins í hálfleik var aðeins þrjú stig. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir spilaði frábærlega fyrir Hamar en hún var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í mörg ár og skoraði 24 stig, þar af sex þriggja stiga körfur. Það var hins vegar Tamara Bowie sem skoraði mest fyrir Grindavík eða 35 stig. Í næsta leik þar á eftir unnu Haukastúlkur 10352 sigur á ÍS þar sem Ifeoma Okonkwo var stigahæst með 23 stig fyrir Hauka. Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir skoruðu báðar 21 stig fyrir Hauka en stigahæst í liði ÍS var Helga Jónasdóttir með nítján. Í síðasta leik umferðarinnar vann Keflavík síðan mjög öruggan sigur á Breiðabliki 12146 en það var aldrei spurning um hvernig sá leikur færi. Það sem stendur upp úr í þeim leik er líklega frammistaðan hjá nýjum bandarískum leikmanni Keflavíkurliðsins. Takesha Watson hefur greinilega góð áhrif á liðið og leit mjög vel út í leiknum í gær. Keflavík lét annan erlendan leikmann fara fyrir skömmu þar sem hann stóð ekki undir væntingum en Watson lofar góðu. Hún skoraði 28 stig og átti sjö stoðsendingar á aðeins 21 mínútu, María B. Erlingsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík en hjá Breiðabliki var það Tiara Harris sem skoraði helming stiganna. Íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
Í tilefni af því að það er ár kvennakörfuboltans í Evrópu voru allir þrír leikir fyrstu umferðar Iceland Express-deildar kvenna leiknir í íþróttahúsinu í Grindavík í gær. Leikirnir fóru fram hver á eftir öðrum en tveir þeirra unnust með mjög miklum mun. Það var hins vegar talsverð spenna í fyrsta leiknum þegar Grindavík og Hamar/Selfoss áttust við. Nýliðarnir í Hamri/Selfossi voru að spila sinn fyrsta leik í efstu deild og komu mjög á óvart með því að standa virkilega í Grindavíkurstúlkum. Grindavík vann á endanum með tólf stiga mun 8674 en forysta liðsins í hálfleik var aðeins þrjú stig. Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir spilaði frábærlega fyrir Hamar en hún var að leika sinn fyrsta leik í efstu deild í mörg ár og skoraði 24 stig, þar af sex þriggja stiga körfur. Það var hins vegar Tamara Bowie sem skoraði mest fyrir Grindavík eða 35 stig. Í næsta leik þar á eftir unnu Haukastúlkur 10352 sigur á ÍS þar sem Ifeoma Okonkwo var stigahæst með 23 stig fyrir Hauka. Kristrún Sigurjónsdóttir og Helena Sverrisdóttir skoruðu báðar 21 stig fyrir Hauka en stigahæst í liði ÍS var Helga Jónasdóttir með nítján. Í síðasta leik umferðarinnar vann Keflavík síðan mjög öruggan sigur á Breiðabliki 12146 en það var aldrei spurning um hvernig sá leikur færi. Það sem stendur upp úr í þeim leik er líklega frammistaðan hjá nýjum bandarískum leikmanni Keflavíkurliðsins. Takesha Watson hefur greinilega góð áhrif á liðið og leit mjög vel út í leiknum í gær. Keflavík lét annan erlendan leikmann fara fyrir skömmu þar sem hann stóð ekki undir væntingum en Watson lofar góðu. Hún skoraði 28 stig og átti sjö stoðsendingar á aðeins 21 mínútu, María B. Erlingsdóttir skoraði 25 stig fyrir Keflavík en hjá Breiðabliki var það Tiara Harris sem skoraði helming stiganna.
Íþróttir Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Fleiri fréttir Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár „Þetta var óþarflega spennandi“ Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira