Ekki augljóst hvort ÍE hafi brotið lög 1. nóvember 2006 05:45 Tölvupóstur Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sinna. Viðbrögð aðila vinnumarkaðins eru á ýmsan hátt. Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“ Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira
Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fleiri fréttir Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Sjá meira