Ekki augljóst hvort ÍE hafi brotið lög 1. nóvember 2006 05:45 Tölvupóstur Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sinna. Viðbrögð aðila vinnumarkaðins eru á ýmsan hátt. Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“ Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira