Stærsti jarðskjálfti síðustu fimmtán ár 2. nóvember 2006 07:00 Upptök og virkni Jarðskjálftans Skjálftinn átti upptök sín um tíu kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda og fundu íbúar víða á Norðurlandi fyrir honum. Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni. Innlent Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Snarpur jarðskjálfti, sem mældist 4,5 á Richter, varð um 20 til 25 kílómetra norðvestur af Húsavík og 10 til 15 kílómetra austur af Flatey á Skjálfanda, laust fyrir klukkan 2 í gær. Skjálftinn varð á jarðskjálftasvæði sem kallað er Húsavíkur-Flateyjarmisgengið að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. Hann segir að skjálftans hafi líklega orðið vart á Norðurlandi á svæði sem nær frá Ólafsfirði í vestri til Öxarfjarðar í austri. ,,Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur á þessu jarðskjálftasvæði í 15 ár,“ segir Ragnar og bætir við að ekki hafi verið búist við þessum skjálfta á svæðinu, þó nokkuð hafi verið um smáskjálfta þar upp á síðkastið. Íbúar á Húsavík urðu varir við skjálftann. ,,Þetta var greinilega jarðskjálfti: húsgögnin nötruðu og færðust til inni á skrifstofunni minni, tölvuskjárinn blakti; vinnufélagar mínir héldu fyrst að lyftari hefði keyrt á húsið. Allir íbúar Húsavíkur hljóta að hafa fundið fyrir honum,“ segir Róbert Gíslason hjá GPG-fiskverkun á Húsavík en fyrirtækið er staðsett á uppfyllingu í höfninni í bænum. Jarðskjálftinn fannst einnig vestar á landinu. ,,Ég get svarið að ég hélt að húsið mitt myndi færast úr stað því höggið var svo mikið. Og svo hávaðinn sem fylgdi því hlutirnir í húsinu mínu bókstaflega hristust. Hundarnir mínir urðu skelfingu lostnir og eru ekki búnir að jafna sig enn,“ segir Þórey Aspelund, íbúi á sveitabænum Litla-Dunhaga 1 á Möðruvöllum í Hörgárdal, sem sat á rúminu sínu og var að senda SMS þegar skjálftinn reið yfir. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins. Íbúar Akureyrar fundu einnig fyrir skjálftanum. „Ég fann fyrir tveimur snörpum kippum með sekúndu millibili. Nei, ég varð ekkert hrædd og sem betur fer voru krakkarnir annaðhvort úti að leika sér eða sofandi þannig að þeir fundu ekkert fyrir skjálftanum,“ segir Anna Hreiðarsdóttir, starfsmaður á leikskólanum Iðuvöllum í Gránufélagsgötu á Akureyri. Ragnar Stefánsson segir að ekkert bendi til að stór skjálfti muni verða á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu á næstunni.
Innlent Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira