Ökuníðingar hljóta mun þyngri refsingar 3. nóvember 2006 06:15 Einar Magnús Magnússon Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði. Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Með breytingum á umferðarlögum hækka sektir vegna umferðarlagabrota eins og hraðaksturs og ölvunaraksturs. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur þegar skrifað undir nýjar reglugerðir en brýnt þótti að endurskoða upphæðir sekta þó ekki væri nema til að halda í við verðlagsþróun. Í reglugerðinni, sem taka mun gildi 1. desember, verður hægt að sekta fyrir hraðakstursbrot sem nema 5 km umfram hámarkshraða en nú er miðað við 10 km. Í apríl á næsta ári taka síðan í gildi lög sem gera ráð fyrir upptöku ökutækja vegna grófra og ítrekaðra brota. Í frumvarpinu er einnig lagt til að sérstaklega hart verði tekið á hraðakstursbrotum þegar ekið er á og yfir tvöföldum hámarkshraða. Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri vátrygginga- og fjármálaþjónustu hjá TM, segir fyrirhugaðar breytingar á umferðarlögum ágætis lið í því að bæta umferðarmenningu og fækka slysum. "Það er ánægjulegt að stjórnvöld skuli taka þetta skref þó það sé að sjálfsögðu hugarfarsbreyting ökumanna sem skilar mestu. Tryggingafélög hafa þurft að hækka iðngjöld bifreiða til að standa straum af þeim gríðarlega tjónafjölda í umferðinni sem fer sífellt vaxandi." Pétur segir að til skoðunar sé að hækka iðgjöld enn meira ef tjónum heldur áfram að fjölga. Einar Magnús Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu, segist fagna öllum skrefum sem miða að því að taka á alvarlegri áhættuhegðun í umferðinni. Einar Magnús segir ástæðu til að gera nýtt áhættumat á vegum og stofnbrautum með það í huga að hækka hugsanlega hámarkshraða. Í lagabreytingum sem taka gildi í apríl 2007 verður ökuleyfissvipting ökumanna með bráðabirgðaskírteini miðuð við fjóra punkta en í núverandi kerfi eru þeir sjö. Þetta þýðir að ökuleyfissvipting yrði í kjölfar þess að aka yfir á rauðu ljósi en slíkt athæfi mun kosta fjóra punkta. Einar segir þessa breytingu í samræmi við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Í kjölfar ökuleyfissviptingar geta ökumenn með bráðabirgðaskírteini átt von á því að þurfa að þreyta ökupróf að nýju með tilheyrandi kostnaði.
Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira