Dýrast að læra á Vesturlandi 4. nóvember 2006 08:30 „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum,“ segir Guðrún Vala Elísdóttir, náms- og starfsráðgjafi á Vesturlandi. Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Íslenskunámskeið fyrir útlendinga eru misdýr. Námskeiðin eru langódýrust í Kópavogi þar sem þrjátíu stunda nám. Fyrir erlenda Kópavogsbúa kostar 9.300 krónur en dýrust eru námskeiðin á Vesturlandi. Þar kostar fimmtíu stunda námskeið 45 þúsund krónur. Íslenskunámskeiðin á höfuðborgarsvæðinu eru í lægri kantinum, kosta um 22 þúsund krónur. Sveitarfélögin í landinu niðurgreiða yfirleitt ekki námskeið í íslensku fyrir útlendinga. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu heyra þó til undantekninga. Námsflokkar Reykjavíkur hafa samning við Mími símenntun og eru námskeið fyrir útlendinga í Reykjavík, á Seltjarnarnesi, í Garðabæ og Mosfellsbæ niðurgreidd um helming. Útlendingar sem búa í þessum sveitarfélögum borga því 22 þúsund krónur. Útlendingar sem búa í Hafnarfirði og Kópavogi borga fullt verð, 44 þúsund krónur, hjá Mími. Annars stendur þeim til boða námskeið í sínu sveitarfélagi og borga þá rúmlega níu þúsund í Kópavogi og 22 þúsund í Hafnarfirði. Akureyrarbær greiðir hallann hjá Alþjóðastofu ef námskeiðin standa ekki undir sér. Guðrún Vala Elísdóttir er náms- og starfsráðgjafi hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Hún bendir á að erlendir makar, sem ekki séu komnir í vinnu, verði að greiða íslenskunámskeið að fullu. Hún telur að námskeiðin eigi að vera ókeypis. „Vinnuþrælkunin er svo mikil að útlendingar hafa ekki tíma til að stunda nám, meira að segja ekki á laugardagsmorgnum því sumir vinna um helgar. Fólk sem vinnur frá sjö á morgnana fram yfir kvöldmat hefur ekki orku til að fara á námskeið á kvöldin,“ segir hún. Útlendingar fá oft allt að 75 prósenta styrk frá viðkomandi stéttarfélagi auk þess sem vinnuveitendur styrkja gjarnan íslenskunámskeið. Það er því ekki óalgengt að útlendingarnir þurfi ekkert að greiða úr eigin vasa. Þetta er þó ekki algilt. Makar, sem ekki vinna úti, verða til dæmis að greiða fullt verð. Útlendingum gefst oft kostur á starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum á vinnutíma, gjarnan þeim að kostnaðarlausu. Vinnustaðirnir greiða þá námskeiðin og fá styrk frá Landsmennt eða öðrum sjóðum.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira