Hvalur 9 hættur veiðum í ár 4. nóvember 2006 04:00 Kristján Loftsson segir veiðarnar hafa gengið frábærlega enda sé yfirdrifið nóg af hval á miðunum. MYND/GVA Hvalur 9 er hættur veiðum eftir að hafa veitt sjö langreyðar af þeim níu dýra kvóta sem gefinn var út um miðjan október vegna hvalveiða á fiskveiðiárinu 2006 til 2007. Ástæðan er versnandi skilyrði til veiðanna en þær eru háðar góðri birtu og sæmilega góðu sjólagi. Undanfarna daga hafa birtuskilyrði versnað en þau voru afar hagstæð þá daga sem tókst að ná þeim dýrum sem komin eru á land. Ekki bætir bræluspá fyrir næstu daga úr skák og því var ákveðið að hætta þessari fyrstu vetrarvertíð íslenskra hvalveiða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að ef aðstæður hefðu verið betri hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að veiða fleiri langreyðar og veiðarnar hafi gengið mun betur en útlit var fyrir. "Þetta er alveg lyginni líkast og það má segja að hvalaslóðin sé eins og hverasvæði, svo mikið er af blásandi hval út um allt. Þeir voru komnir í hval um leið og á miðin var komið. Í svartamyrkri urðu þeir varir við hval alveg við skipið." Kristján segir að Hval 9 verði nú lagt við bryggju í Reykjavík næstu mánuðina eða þangað til vorar. Hann segist vona að gefið verði leyfi til að veiða fleiri en þær tvær langreyðar sem eftir eru af núverandi kvóta því varla sé farandi til veiða að nýju fyrir tvö dýr. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira
Hvalur 9 er hættur veiðum eftir að hafa veitt sjö langreyðar af þeim níu dýra kvóta sem gefinn var út um miðjan október vegna hvalveiða á fiskveiðiárinu 2006 til 2007. Ástæðan er versnandi skilyrði til veiðanna en þær eru háðar góðri birtu og sæmilega góðu sjólagi. Undanfarna daga hafa birtuskilyrði versnað en þau voru afar hagstæð þá daga sem tókst að ná þeim dýrum sem komin eru á land. Ekki bætir bræluspá fyrir næstu daga úr skák og því var ákveðið að hætta þessari fyrstu vetrarvertíð íslenskra hvalveiða. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., segir að ef aðstæður hefðu verið betri hefði ekkert verið því til fyrirstöðu að veiða fleiri langreyðar og veiðarnar hafi gengið mun betur en útlit var fyrir. "Þetta er alveg lyginni líkast og það má segja að hvalaslóðin sé eins og hverasvæði, svo mikið er af blásandi hval út um allt. Þeir voru komnir í hval um leið og á miðin var komið. Í svartamyrkri urðu þeir varir við hval alveg við skipið." Kristján segir að Hval 9 verði nú lagt við bryggju í Reykjavík næstu mánuðina eða þangað til vorar. Hann segist vona að gefið verði leyfi til að veiða fleiri en þær tvær langreyðar sem eftir eru af núverandi kvóta því varla sé farandi til veiða að nýju fyrir tvö dýr.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Sjá meira