Erlend börn standa verr að vígi en íslensk 5. nóvember 2006 09:00 Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri. Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Unglingar af erlendum uppruna standa að mörgu leyti verr að vígi en unglingar af íslenskum uppruna. Tvöfalt til þrefalt líklegra er að krökkum af erlendum uppruna líði illa í skóla, þeim finnist bekkjarfélagarnir síður vingjarnlegir og verði fyrir einelti. Þessir krakkar eru líka tvöfalt til þrefalt líklegri til að reykja daglega, hafa orðið drukknir og byrja snemma að stunda kynlíf. Þetta kemur fram í rannsókn sem Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði við Háskólann á Akureyri, gerði meðal allra tíundubekkinga í vor. Þóroddur segir athyglisvert að ekki virðist skipta öllu máli hvort unglingarnir eigi uppruna sinn að rekja til Vesturlanda eða fjarlægari heimshluta, áhrifin séu svipuð hvort sem foreldrarnir séu frá Svíþjóð, Póllandi, Argentínu eða Víetnam. „Höfuðmáli skiptir hvort annað mál en íslenska er talað á heimilinu. Þóroddur bendir á að fylgst hafi verið með líðan unglinga af erlendum uppruna í fimmtán ár og ekki hafi fundist áður mikill munur á félagshópum hvað varðar vímuefnanotkun eða vandræði í skóla. Ekki virðist hafa skipt máli hvaða menntun og tekjur foreldrarnir hafa. „Nú er að koma hópur sem stendur miklu verr. Krakkar af erlendum uppruna sem búa á heimilum þar sem íslenska er ekki töluð eru margir, einn af tuttugu unglingum," segir hann. Þóroddur bjóst við því að rannsóknin sýndi meiri mun eftir því hvort krakkarnir kæmu frá fjarlægari löndum, til dæmis varðandi fordóma, en það virðist ekki skipta máli. Krökkunum sé hjálpað í skólanum en enginn hugsi út í foreldrana. „Hvað gerist ef foreldrarnir geta ekki mætt á foreldrafundi og geta ekki lesið efni frá skólanum eða fylgst með umfjöllun í fjölmiðlum? Þegar foreldrarnir eru svona eingangraðir eru krakkarnir eina tenging fjölskyldunnar við íslenskt samfélag og þá mæðir mikið á þeim. Þessu held ég að þurfi að huga betur að." Rannsóknin var gerð í samstarfi Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira