Jólaljós í nóvember 5. nóvember 2006 08:45 Kveikt var á hæsta jólatré sem fellt hefur verið á Íslandi við verslun Blómavals í Skútuvogi í gær. MYND/Daníel Rúnarsson Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október. Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira
Margt var um manninn í verslun Blómavals í gær um það leyti sem kveikt var á jólatré verslunarinnar, sem var 16,8 metra hátt. Viðskiptavinir voru ýmist að versla eða skoða sig um og margir höfðu börn með í för. Felix Bergson leikari söng nokkur jólalög áður en kveikt var á trénu og sjá mátti börn, máluð í framan og í búningi Sollu stirðu sem skemmti í jólalandi verslunarinnar. Vinkonurnar Karólína og Lóa voru staddar í Blómavali ásamt mæðrum sínum en þær voru ekki vissar um hvort þær væru farnar að hlakka til jólanna. Þær biðu þó spenntar eftir að kveikt yrði á trénu. Guðrún, móðir annarrar stúlkunnar, sagðist vera farin að versla til jólanna og sagði fínt að fá jólavarning í verslanir í byrjun nóvember. "Það er gaman að sjá tendruð jólatré og jólaseríur um þetta leyti til að lífga upp á skammdegið." Guðrún, sem stödd var í versluninni ásamt ömmubarni sínu Guðrúnu Eddu, sagði fullsnemmt að stilla upp jólaskrauti í byrjun nóvember en mætti á svæðið með nöfnu sinni til að fylgjast með Sollu stirðu. Kristinn Einarson, framkvæmdastjóri Blómavals, sagði jólavarning í Blómavali settan snemma í sölu í og með vegna þess að fyrirtækið þjónusti fyrirtæki og verslanir með jólavörur. "Við miðum við að jólavörurnar séu komnar í verslun okkar í byrjun nóvember ár hvert." Sigríður, Valgerður og Ingibjörg voru meðal þeirra sem staddar voru í versluninni í gær og sögðust þær vera að skoða jólavarning en kaupin yrðu gerð síðar. Þær stöllur voru ekki frá því að jólaskraut í verslunum mætti bíða fram í miðjan nóvember en vildu þó ekki heyra jólalög fyrr en í byrjun desember, en jólalögin voru þegar farin að óma í verslun Blómavals í gær. Tréð sem kveikt var á í gær er 55 ára gamalt sitkagreni sem höggvið var á Kirkjubæjarklaustri í lok október.
Innlent Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Sjá meira