Segja fjárveitinguna ekki eftirlitslausa 5. nóvember 2006 08:15 Sveinn Hlífar Skúlason „Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi." Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að ríkið sé að greiða dvalar- og hjúkrunarheimilum fyrir þjónustu sem það veit ekki hver er. Það er skýrt getið um það hvaða þjónustu á að veita á heimilum," segir Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, um ummæli Dagbjartar Þyrí Þorvarðardóttur, fyrrum hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna, í Fréttablaðinu í gær. Þar segir Dagbjört að ríkið leggi fimmtán milljarða króna í hendur stjórnenda dvalar- og hjúkrunarheimila hérlendis án þess að vita hvernig þeir eru nýttir og aldraðir fái því oft minni þjónustu en þeim ber. Engir þjónustusamningar hafi verið gerðir um hvernig fénu skuli varið og stjórnendur geti farið með fé að vild. Siv segir þetta alrangt. Bæði hafi landlæknir eftirlit með því að þjónustan sem greitt er fyrir sé veitt og einnig sé í gildi ákveðið gæðaeftirlitskerfi sem greitt er eftir. Aðspurð hvort þjónustusamningar við dvalar- og hjúkrunarheimili séu í undirbúningi segir hún að svo sé ekki. „Við höfum ekki verið að undirbúa nýja þjónustusamninga. Við erum að einbeita okkur að endurskoðun gæðaeftirlitskerfisins og erum einnig að endurskoða stefnumótun í þjónustu aldraðra." Sveinn Hlífar Skúlason, forstjóri Hrafnistu, segir rangt að þeir öldruðu sem dvelja á deildum dvalarheimilis, en eru metnir í þörf fyrir hjúkrunarrými, fái ekki þá þjónustu sem þeir þarfnast. „Þetta snýst um lífsgæði. Við viljum að einstaklingar séu sem lengst inni á herbergjum svo þeir geti notið þess lífs sem er á dvalarheimilunum, þó þeir séu metnir í hjúkrun. Ég fullyrði að þjónustan hjá Hrafnistuheimilum hefur verið mjög góð, að mér vitandi hefur aldrei verið kvartað yfir henni." Varðandi eftirlit með fjárveitingum ríkisins segir Sveinn að Hrafnista hafi aldrei staðið á móti þjónustusamningum. „Við sendum heilbrigðisráðuneytinu reglulega skýrslur um allan rekstur, fjölda heimilismanna, tekjur og gjöld. Einnig ganga allir reikningar og uppgjör til ríkisendurskoðanda. Við höfum óskað eftir þjónustusamningum en ríkið hefur ekki viljað verða við því, svarið er að núverandi eftirlit nægi."
Innlent Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Sjá meira