Einnig kölluð hrafnreyður 6. nóvember 2006 02:00 Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn. Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Fátt hefur verið meira rætt á kaffistofum landsins að undanförnu en hvalveiðar í atvinnuskyni. Þar hefur veiði á langreyði fengið mesta athygli en minna er talað um nákominn ættingja hennar hrefnuna, sem einnig er leyfilegt að veiða undir merkjum atvinnuveiða. Hrefnan hefur verið veidd í vísindaskyni síðan 2003 og kjötið af henni er uppistaðan í þeim hvalafurðum sem íslenskir neytendur kaupa.Hvernig lítur hrefnan út?Hún er svört á baki og hvít á kvið. Hún er 7–11 metrar á lengd og 5–10 tonn að þyngd. Kýrin er stærri en tarfurinn. Hrefnan er farhvalur og kemur inn á landgrunn Íslands á vorin, en á veturna heldur hún sig á suðlægari slóðum. Hver er fæða hrefnunnar?Talið er að ljósáta sé um 35 prósent fæðunnar, loðna 23 prósent, síli 33 prósent, þorskfiskar um 6 prósent og annað 3 prósent. Gróf áætlun á fæðunámi hrefnu á Íslandsmiðum og nærliggjandi svæðum bendir til að hrefna taki til sín um tvær milljónir tonna af fæðu á ári, þar af er fiskmeti talið nema yfir einni milljón tonna. Hver er stofnstærð og veiðiþol?Samkvæmt úttekt um stofnstærð hrefnu hér við land er hún nálægt því sem talið er að hún hafi verið áður en veiðar hófust. Þetta gildir hvort sem litið er á Mið-Atlantshafsstofninn í heild sinni eða eingöngu hrefnur á íslenska strandsvæðinu. Stofninn í heild sinni er talinn vera tæplega 44 þúsund dýr. Þær veiðar sem stundaðar voru á síðustu öld hafa samkvæmt þessu haft hverfandi áhrif á stofnstærðina. Hverfandi líkur eru taldar á að árlegar veiðar á 200 hrefnum næstu tuttugu ár muni færa stofninn niður fyrir 80 prósent af upprunalegri stærð. Á sama hátt er ólíklegt að árlegar veiðar á 400 hrefnum færi stofninn niður fyrir 70 prósent af upprunalegri stærð á sama tímabili. Einnig er ljóst að hrefnuveiðar þær sem hófust 2003 í rannsóknaskyni munu ekki hafa áhrif á stofninn.
Innlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira