Átta sækjast eftir þremur þingsætum 10. nóvember 2006 01:30 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sækist ein eftir fyrsta sætinu í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson alþingismaður getur gengið að öðru sætinu vísu. Hart er barist um næstu sæti á listanum. Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum. Innlent Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn á sex þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Flokkurinn fékk fimm menn kjörna í síðustu kosningum og honum bættist einn þingmaður árið 2005 þegar Gunnar Örn Örlygsson gekk úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn. Ekkert þeirra sem skipuðu þrjú efstu sætin í síðustu kosningum eru nú í framboði í kjördæminu. Árni M. Mathiesen færði sig yfir í Suðurkjördæmi, Gunnar I. Birgisson lét af þingmennsku á kjörtímabilinu og varð bæjarstjóri í Kópavogi og Sigríður Anna Þórðardóttir sækist ekki eftir endurkjöri. Það gera hins vegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson og Sigurrós Þorgrímsdóttir sem tók sæti Gunnars Birgissonar á þingi. Sigurrós sækist eftir fjórða sætinu, líkt og Jón Gunnarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Elín Árnadóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Bryndís Haraldsdóttir varaþingmaður sem stefnir á 4.-5. sæti. Fimmta sætið ætti að heita öruggt þingsæti og raunar sýnir nýleg skoðanakönnun að Sjálfstæðisflokkurinn geti jafnvel vænst sjö þingmanna í kjördæminu. Um þriðja sætið bítast Ármann Kr. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Kópavogs og Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Bæði eru sjóuð í sveitarstjórnarmálum en reyna nú fyrir sér í landsmálunum og stefna á öruggt þingsæti. Árni Þór Helgason arkitekt og Pétur Árni Jónsson skattaráðgjafi gefa kost á sér í fimmta sæti listans og Steinunn Guðnadóttir íþróttakennari í sjötta sætið. Prófkjörið fer fram á morgun og er kosið í öllum sex bæjarfélögum kjördæmisins. Hefst kjörfundur klukkan níu og stendur til 18. Þá er fyrstu talna að vænta. Tæplega 16.500 kusu Sjálfstæðisflokkinn í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum.
Innlent Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira