Gervihnattadiskur veldur harðri deilu 10. nóvember 2006 06:00 Gervihnattadiskur Sokols á Boðagranda 7 truflar meðeigendur hans á 10. hæð. Hann setti diskinn upp svo börn hans gætu lært móðurmálið frá Kosovo. "Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund. Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
"Ég og fjölskylda mín erum í sjokki," segir Sokol Hoda, íbúi á Boðagranda 7. Í lok september fékk Sokol bréf frá byggingafulltrúanum í Reykjavík. Þar sagði að leyfi sem Sokol fékk í júní í fyrra fyrir gervihnattadiski utan á blokkinni á Boðagranda yrði afturkallað. Tveir íbúðareigendur í blokkinni hefðu kært diskinn og þeir hefðu réttinn sín megin þar sem byggingafulltrúinn hafði heimilað diskinn án þess að nægjanleg mæting hefði verið á aðalfund félagsins. Á aðalfundinum í þvottahúsinu á Boðagranda í maí í fyrra samþykktu fimmtán diskinn en tveir voru á móti. Alls er sextíu íbúðir í húsinu. Sokol er frá Kosovo en flutti til Íslands fyrir meira en áratug og er íslenskur ríkisborgari. "Þetta er bara útlendingahatur hjá heimsku fólki. Diskurinn er bak við hús og ekki fyrir neinum. Ég setti hann upp til að börnin mín gætu séð sjónvarp frá föðurlandi mínu og lært móðurmálið," segir Sokol. Gunnar H. Sigurgeirsson á tvær af þremur íbúðum á 10. hæð hússins og Kristín Hinriksdóttir þá þriðju. Gunnar og Kristín vilja diskinn burtu þar sem hann spilli útliti hússins. Þau hafi hins vegar ekkert á móti því að diskinum yrði komið fyrir upp á þaki. Sokol segir að diskur hans sé einfaldlega of lítill og veikbyggður til að standast þá vinda sem leiki um þak hússins á Boðagranda 7. Að sögn Sokols hefur hann þegar fengið undirskriftir allra í blokkinni nema Gunnars og Kristínar en til þess að fá aftur leyfið fyrir diskinum þarf að kalla saman húsfund þar sem tveir þriðju hlutar íbúðareigendanna mæta og meirihluti þeirra þarf að samþykkja diskinn. En Sokol gengur illa að fá fund í húsfélaginu. Nýlega tók annar andstæðinga hans í diskamálinu, Kristín Hinriksdóttir, við formennsku í félaginu. "Lögfræðingur minn sendi formanni húsfélagsins bréf fyrir nokkrum vikum og óskaði eftir því að boðað yrði til húsfundar eins og ég á rétt á. Hún hefur einfaldlega ekki svarað bréfinu," segir Sokol. "Ég vil ekki svara þessu," svarar Kristín formaður, aðspurð hvort það væri rétt að hún hefði ekki svarað beiðni Sokols um húsfélagsfund.
Innlent Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira