Bankarnir rífi sig ekki frá samfélaginu Ögmundur Jónasson skrifar 11. nóvember 2006 00:01 TekjuskiptingFyrir nokkrum dögum birtist lítil fréttaklausa í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Bankar mega fara úr landi". Ýmsir hafa viljað túlka þessa frétt á þann veg að undirritaður sé sérstakur áhugamaður um að losa þjóðina við íslenska banka út fyrir landsteinana. Tilefni fréttarinnar var klausa á vefsíðu minni þar sem ég tók undir með lesanda heimasíðunnar, Ólínu að nafni, sem gerði að umtalsefni þá hrikalegu misskiptingu sem gegnsýrir orðið íslenskt þjóðfélag, ekki aðeins í formi lífskjara og lífsstíls heldur einnig í yfirráðum yfir samfélaginu öllu, í listum og menningu en í vaxandi mæli eru það peningar milljarðamæringanna sem ráða þar för. Þessu var ég sammála og hafði á orði að mér þætti íslenska jafnaðarsamfélaginu ekki fórnandi fyrir þotulið sem vildi slíta sig út úr íslenskum veruleika og jafnvel stilla þjóðfélaginu öllu upp við vegg til að hafa sitt fram. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í bankakerfinu er íslenska lífeyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna. Án þeirra væri ekkert "viðskiptaundur" og engin útrás. 14 faldur launamunur orðnir smámunir í íslensku kjaraumhverfiAf nýlegri könnun sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins má ráða að launamunur hafi vaxið verulega á undanförnum árum og sé nú 14 faldur. Þetta eru þó smámunir á við hundraða milljarða bónusgreiðslur í bankastofnunum og fyrirtækjum innan fjármálageirans. Þegar þessu hefur verið andmælt hefur viðkvæðið jafnan verið á þá lund að þetta endurspegli velgengni viðkomandi fyrirtækja sem auk þess standi skil á sköttum og skyldum. Einnig sé á það að líta, hvað bankana áhrærir, að drýgstur hluti tekna þeirra komi erlendis frá; útrásin færi þjóðinni þannig björg í bú. Þá eigi ekki að vanþakka alla þá styrki sem renni til menningarstarfsemi og líknarmála frá efnafólki. Af rausn þess njóti sjúkrahúsin, menningarstofnanirnar og jafnvel kirkjur og trúfélög góðs! Vissulega er nokkuð til í þessu. Fjármálastofnanir greiða vissulega sinn 18% fyrirtækjaskatt eins og lög gera ráð fyrir og af arði sínum greiða fjármálamennirnir sína tíund. Það er að vísu miklu lægra hlutfall en launamaðurinn greiðir og þegar haft er á orði að rétta þurfi þann halla af og samræma skatta á launatekjur og fjármagn bregðast handhafar fjármagnsins ókvæða við og segjast einfaldlega fara úr landi ef við þeim verði hróflað. Sama gildir um allt tal um misskiptingu. Menn skuli ekki voga sér upp á dekk með gagnrýni auk þess sem allir hafi það betra þrátt fyrir aukna misskiptingu. En er það virkilega svo? Hafa allir það betra á Íslandi í dag en fyrir tíu árum? Er auðveldara að vera efnalítill og glíma við sjúkdóm nú en þá? Eru lyfin ódýrari? Er lækniskostnsaður minni? Er auðveldara fyrir fátækt fólk að komast í húsnæði nú en það var fyrir tíu árum þegar félagslegt húsnæðiskerfi var enn við lýði? Ég held ekki. Og enn standa kröfur, ekki síst frá fulltrúum banka og fjármálastofnana á hendur stjórnvöldum um að afnema þær leifar félagslegra þátta sem enn finnast í húsnæðiskerfinu. Allt á markað er hin óbilgjarna krafa. Alls staðar skulu markaðslögmálin ráða " og alltaf er viðkvæðið hið sama, "annars erum við farin með allt okkar af landi brott"! Brauðmolahagfræðin og misréttiðÞað er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferðarsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostnað, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfélag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down economics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auðkýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrásina. Almennt gleðjumst við landarnir yfir árangri af fjárfestingum erlendis. Í sumum tilvikum hefur líka verið sýnd stórkostleg hugkvæmni og framsýni og vil ég þar nefna árangur bræðranna sem kenna sig við Bakkavör. Bakkavararbræður hafa haslað sér völl í Bretlandi og víðar og margt af því sem ýmsir aðrir íslenskir aðilar eru að gera víðs vegar um heiminn er aðdáunarvert. En það er ekki allt kræsilegt sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér fyrir hendur, t.d. í austanverðri Evrópu þar sem fátækum þjóðum hefur verið þröngvað til að afhenda fjármálamönnum þjóðareigur, oft með hótunum um að ella verði horfið með allt fjárfestingafjármagn úr landi. Nefni ég þar sem dæmi þann þrýsting sem íslenskir og bandarískir fjársýslumenn beittu stjórnvöld í Búlgaríu til að fá Búlgari til að framselja í þeirra hendur búlgarska Símann fyrir fáeinum misserum. Burt með hina íslensku dollarabúðÍ fyrrnefndum pistli mínum vildi ég leggja áherslu á að tími sé kominn til að ræða hinar félagslegu afleiðingar markaðsvæðingarinnar og þeirrar misskiptingar sem hún hefur leitt til. Í gömlu Sovétríkjunum voru við lýði svokallaðar dollarabúðir þar sem forréttindaklíkan verslaði. Þær voru táknrænar um misskiptinguna og úthrópaðar af öllu réttsýnu fólki enda til marks um kjaragjána í þjóðfélaginu. Á Íslandi er að verða til dollarasjoppusamfélag. Annars vegar er það almenningur sem stendur í biðröðunum og hins vegar þotuliðið sem stígur upp í sína þotu og fer þangað sem hugurinn girnist í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Viljum við svona þjóðfélag? Mitt svar er nei. Þess vegna hef ég hvatt íslenska fjármálamenn til að sýna ábyrgð og gæta hófsemi. Með því sýna þeir samstöðu og vilja til að eiga samleið með íslensku samfélagi - því samfélagi sem þeir eiga velgengni sína að þakka. Að öðrum kosti eru þeir einfaldlega farnir úr því þjóðfélagi sem hér hefur verið reist og þróað. Þeir sem mesta ábyrgð bera á hinni íslensku dollarabúð sitja hins vegar sem fastast. Það er jú ríkisstjórn lands vors. Með einkavæðingu almannaeigna og öllu því laga- og reglugerðarverki sem hún hefur smíðað varð til jarðvegur misréttis. Ég hef alla tíð verið eindreginn talsmaður þess að hér væru reknar bankastofnanir sem sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu og iðulega hef ég hrósað því sem vel hefur verið gert í íslenskum bönkum sem standa í fremstu röð í heiminum í ýmsum efnum. Slíka banka vil ég halda í sem fastast. Um hitt velkist ég ekki í vafa um hvert ég vil stjórnarmeirihluta Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks kominn. Hann vil ég burt " út úr Stjórnarráði Íslands eins fljótt og auðið er. Sem betur fer styttist í að þjóðin geti látið þann draum verða að veruleika. Höfundur er þingmaður Vinstri - grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
TekjuskiptingFyrir nokkrum dögum birtist lítil fréttaklausa í Fréttablaðinu undir fyrirsögninni "Bankar mega fara úr landi". Ýmsir hafa viljað túlka þessa frétt á þann veg að undirritaður sé sérstakur áhugamaður um að losa þjóðina við íslenska banka út fyrir landsteinana. Tilefni fréttarinnar var klausa á vefsíðu minni þar sem ég tók undir með lesanda heimasíðunnar, Ólínu að nafni, sem gerði að umtalsefni þá hrikalegu misskiptingu sem gegnsýrir orðið íslenskt þjóðfélag, ekki aðeins í formi lífskjara og lífsstíls heldur einnig í yfirráðum yfir samfélaginu öllu, í listum og menningu en í vaxandi mæli eru það peningar milljarðamæringanna sem ráða þar för. Þessu var ég sammála og hafði á orði að mér þætti íslenska jafnaðarsamfélaginu ekki fórnandi fyrir þotulið sem vildi slíta sig út úr íslenskum veruleika og jafnvel stilla þjóðfélaginu öllu upp við vegg til að hafa sitt fram. Við skulum ekki gleyma að undirstaða vaxtarins í bankakerfinu er íslenska lífeyrissjóðakerfið. Grundvöllur þess er markaður af lögum frá Alþingi. Lífeyrissjóðirnir eru byggðir upp af skyldusparnaði íslenskra launamanna. Án þeirra væri ekkert "viðskiptaundur" og engin útrás. 14 faldur launamunur orðnir smámunir í íslensku kjaraumhverfiAf nýlegri könnun sem birt var á vegum félagsmálaráðuneytisins má ráða að launamunur hafi vaxið verulega á undanförnum árum og sé nú 14 faldur. Þetta eru þó smámunir á við hundraða milljarða bónusgreiðslur í bankastofnunum og fyrirtækjum innan fjármálageirans. Þegar þessu hefur verið andmælt hefur viðkvæðið jafnan verið á þá lund að þetta endurspegli velgengni viðkomandi fyrirtækja sem auk þess standi skil á sköttum og skyldum. Einnig sé á það að líta, hvað bankana áhrærir, að drýgstur hluti tekna þeirra komi erlendis frá; útrásin færi þjóðinni þannig björg í bú. Þá eigi ekki að vanþakka alla þá styrki sem renni til menningarstarfsemi og líknarmála frá efnafólki. Af rausn þess njóti sjúkrahúsin, menningarstofnanirnar og jafnvel kirkjur og trúfélög góðs! Vissulega er nokkuð til í þessu. Fjármálastofnanir greiða vissulega sinn 18% fyrirtækjaskatt eins og lög gera ráð fyrir og af arði sínum greiða fjármálamennirnir sína tíund. Það er að vísu miklu lægra hlutfall en launamaðurinn greiðir og þegar haft er á orði að rétta þurfi þann halla af og samræma skatta á launatekjur og fjármagn bregðast handhafar fjármagnsins ókvæða við og segjast einfaldlega fara úr landi ef við þeim verði hróflað. Sama gildir um allt tal um misskiptingu. Menn skuli ekki voga sér upp á dekk með gagnrýni auk þess sem allir hafi það betra þrátt fyrir aukna misskiptingu. En er það virkilega svo? Hafa allir það betra á Íslandi í dag en fyrir tíu árum? Er auðveldara að vera efnalítill og glíma við sjúkdóm nú en þá? Eru lyfin ódýrari? Er lækniskostnsaður minni? Er auðveldara fyrir fátækt fólk að komast í húsnæði nú en það var fyrir tíu árum þegar félagslegt húsnæðiskerfi var enn við lýði? Ég held ekki. Og enn standa kröfur, ekki síst frá fulltrúum banka og fjármálastofnana á hendur stjórnvöldum um að afnema þær leifar félagslegra þátta sem enn finnast í húsnæðiskerfinu. Allt á markað er hin óbilgjarna krafa. Alls staðar skulu markaðslögmálin ráða " og alltaf er viðkvæðið hið sama, "annars erum við farin með allt okkar af landi brott"! Brauðmolahagfræðin og misréttiðÞað er vissulega rétt að það munar miklu um alla þá milljarða sem koma frá bankakerfinu í formi skatta og sú gagnrýni sem ég hef fengið fyrir að gera lítið úr þessum tekjum hins opinbera er réttmæt því um þessa peninga munar svo sannarlega í fjármögnun velferðarsamfélagsins. Spurningin er hins vegar um hinn félagslega tilkostnað, hina samfélagslegu fórn; hversu langt við viljum halda með samfélag okkar inn á markaðstorgið? Á Reagan-tímanum í Bandaríkjunum var talað um trickle-down economics, brauðmolahagfræði. Hún byggði á því að létta álögum af efnafólki svo það gæti bakað sín stóru brauð, almenningur myndi fyrr eða síðar njóta góðs af í formi molanna sem hrytu af borðum auðkýfinganna. Ekki varð sú raunin. Brauðmolastefnan jók misrétti í bandarísku þjóðfélagi til muna. Að lokum, nokkur orð um útrásina. Almennt gleðjumst við landarnir yfir árangri af fjárfestingum erlendis. Í sumum tilvikum hefur líka verið sýnd stórkostleg hugkvæmni og framsýni og vil ég þar nefna árangur bræðranna sem kenna sig við Bakkavör. Bakkavararbræður hafa haslað sér völl í Bretlandi og víðar og margt af því sem ýmsir aðrir íslenskir aðilar eru að gera víðs vegar um heiminn er aðdáunarvert. En það er ekki allt kræsilegt sem íslensk fyrirtæki hafa tekið sér fyrir hendur, t.d. í austanverðri Evrópu þar sem fátækum þjóðum hefur verið þröngvað til að afhenda fjármálamönnum þjóðareigur, oft með hótunum um að ella verði horfið með allt fjárfestingafjármagn úr landi. Nefni ég þar sem dæmi þann þrýsting sem íslenskir og bandarískir fjársýslumenn beittu stjórnvöld í Búlgaríu til að fá Búlgari til að framselja í þeirra hendur búlgarska Símann fyrir fáeinum misserum. Burt með hina íslensku dollarabúðÍ fyrrnefndum pistli mínum vildi ég leggja áherslu á að tími sé kominn til að ræða hinar félagslegu afleiðingar markaðsvæðingarinnar og þeirrar misskiptingar sem hún hefur leitt til. Í gömlu Sovétríkjunum voru við lýði svokallaðar dollarabúðir þar sem forréttindaklíkan verslaði. Þær voru táknrænar um misskiptinguna og úthrópaðar af öllu réttsýnu fólki enda til marks um kjaragjána í þjóðfélaginu. Á Íslandi er að verða til dollarasjoppusamfélag. Annars vegar er það almenningur sem stendur í biðröðunum og hins vegar þotuliðið sem stígur upp í sína þotu og fer þangað sem hugurinn girnist í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Viljum við svona þjóðfélag? Mitt svar er nei. Þess vegna hef ég hvatt íslenska fjármálamenn til að sýna ábyrgð og gæta hófsemi. Með því sýna þeir samstöðu og vilja til að eiga samleið með íslensku samfélagi - því samfélagi sem þeir eiga velgengni sína að þakka. Að öðrum kosti eru þeir einfaldlega farnir úr því þjóðfélagi sem hér hefur verið reist og þróað. Þeir sem mesta ábyrgð bera á hinni íslensku dollarabúð sitja hins vegar sem fastast. Það er jú ríkisstjórn lands vors. Með einkavæðingu almannaeigna og öllu því laga- og reglugerðarverki sem hún hefur smíðað varð til jarðvegur misréttis. Ég hef alla tíð verið eindreginn talsmaður þess að hér væru reknar bankastofnanir sem sýni ábyrgð gagnvart samfélagi sínu og iðulega hef ég hrósað því sem vel hefur verið gert í íslenskum bönkum sem standa í fremstu röð í heiminum í ýmsum efnum. Slíka banka vil ég halda í sem fastast. Um hitt velkist ég ekki í vafa um hvert ég vil stjórnarmeirihluta Framsóknar og Sjálfsstæðisflokks kominn. Hann vil ég burt " út úr Stjórnarráði Íslands eins fljótt og auðið er. Sem betur fer styttist í að þjóðin geti látið þann draum verða að veruleika. Höfundur er þingmaður Vinstri - grænna.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar