Bara tveir eftir í múm 12. nóvember 2006 06:00 Hljómsveitin múm hefur gengið í gegnum miklar mannabreytingar að undanförnu. Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes. Söngkonan Kristín Anna Valtýsdóttir hætti í múm fyrir um það bil ári og hefur dvalið mest í New York síðan þá. "Hana langaði að prófa nýja hluti og skoða heiminn," segir Gunnar, sem hefur einnig komið fram undir nafninu Illi Vill. Áður hafði tvíburasystir hennar Gyða hætt í sveitinni árið 2002. Múm hefur lokið við gerð nýrrar plötu sem var tekin upp í Finnlandi. Var Kristín ekki með á henni. Gunnar játar að erfitt hafi verið að missa hana úr sveitinni eftir mörg ár í framlínunni. "Það voru mikil viðbrigði en hlutirnir breytast og þróast. Hún var hætt áður en við gerðum þessa nýju plötu. Þetta var náttúrulegt ferli. Við vorum ekkert að láta einhvern herma eftir henni," segir hann. Tónlistarkonan Sigurlaug Gísladóttir, betur þekkt sem Mr. Silla, söng töluvert á plötunni, auk þess sem þær Hildur Guðnadóttir og Ólöf Arnalds ásamt Eika koma við sögu. Finnskur trommari hefur spilað töluvert með múm að undanförnu og mun hann koma fram á tónleikunum í Höllinni. "Við erum rosaspenntir. Ég hlakka mikið til enda verður þetta í fyrsta skipti sem við spilum saman með nýtt "line-up"," segir Gunnar. Þetta verða fyrstu tónleikar múm á árinu en sveitin hélt síðast tónleika í Tapei, höfuðborg Taívans, fyrir rúmu ári. Síðast spilaði sveitin hér á landi í ágúst í fyrra á Snæfellsnesi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira