Framlög hafa aukist en ekki nógu mikið 14. nóvember 2006 06:00 Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila. Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Bein framlög ríkissjóðs til meðferðarstofnana og annarra aðila utan Landspítala -háskólasjúkrahúss (LSH) sem sinna meðferðarúrræðum fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur hafa aukist um 139,6 milljónir á tímabilinu 2000-2006 á verðlagi dagsins í dag. Öll þjónusta sem krefst aðkomu lækna heyrir undir heilbrigðisráðuneytið. Það veitir fjármagn til SÁÁ, Hlaðgerðarkots (meðferðarheimilis Samhjálpar) og vist- og meðferðarheimilisins Krýsuvíkurskóla auk meðferðardeilda innan LSH. Ekki reyndist gerlegt að fá aðskildar tölur um framlög til meðferðarúrræða innan LSH við vinnslu þessarar greinar fyrir tímabilið, en það framlag var um 308 milljónir árið 2001. Núgildi framlags ráðuneytisins árið 2000 til annarra meðferðarstofnana er 521,3 milljónir, en framlagið árið 2006 var 625,9 milljónir króna. Rúm 80 prósent af framlögum heilbrigðisráðuneytisins utan LSH renna til SÁÁ. Samt sem áður hefur SÁÁ þurft að skera niður í meðferðarþjónustu sinni vegna rekstrarfjárskorts. Hann er að sögn samtakanna tilkominn vegna þess að ríkisframlög til meðferðarinnar voru ekki nægjanleg og höfðu rýrnað að verðgildi undanfarin ár á undan. Þjónustusamningur samtakanna við ríkið rann út um síðustu áramót og að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi, er bilið á milli þess sem samtökin þurfa í rekstur sinn og þess sem ríkið býður enn of breitt til að hægt sé að skrifa undir. „En ég treysti því að menn séu skynsamir. Okkur fannst allavega skynsamlegt að hinkra og sjá framvindu mála áður en við förum að búa til meðferð sem aðlagar sig þessum peningaskorti.“ Þórarinn segir að það vanti samt sem áður um 120 milljónir í rekstur samtakanna á verðlagi dagsins í dag þar sem útgjaldaaukning hafi orðið vegna launahækkana og nýrra lyfja. „Menn taka heldur ekki alltaf inn í þetta að neysluvenjurnar breytast með tímanum og þá þarf meiri pening í þetta.“ Öll þjónusta fyrir börn og unglinga undir 18 ára aldri utan afvötnunar heyrir undir félagsmálaráðuneytið. Það veitir því fjármagni til heimila fyrir börn og unglinga með þjónustusamninga við ríkið, Meðferðarstöðvar ríkisins (Stuðlar), auk Byrgisins og endurhæfingarstöðvarinnar Krossgatna. Ráðuneytið veitti um 602,5 milljónum til málaflokksins árið 2000 á núverandi verðlagi en 637,7 milljónum árið 2006. Framlög þess hafa því aukist um 32,5 milljónir á tímabilinu. Þess ber þó að geta að börn og unglingar geta verið tekin til meðferðar án þess að eiga við neysluvanda að stríða því þangað eru einnig send börn vegna óupplýstra afbrota, ofbeldisverka eða annarra heðgunarvandamála. Rúmlega 70 prósent af öllum framlögum félagsmálaráðuneytisins til meðferðarmála renna til þessara heimila.
Innlent Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent