Ræðir þýðingu öndvegisverka 28. nóvember 2006 13:00 Friðrik Rafnsson, þýðandi og bókmenntafræðingur Spjallar um Óbærilegan léttleika tilverunnar. MYND/GVA Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Skáldverk þetta er af mörgum talið vera ein merkasta skáldsaga sem rituð var á 20. öld, margradda bókmenntaverk sem höfðar til margra þátta í lesandanum í senn, allt frá vitsmunalegri skemmtun til líkamlegrar munúðar. Hún kom fyrst út í París í febrúar 1984 og aðeins tveimur og hálfu ári síðar, í nóvember 1986, kom hún út hjá bókaútgáfu Máls og menningar hérlendis og hlaut afbragðsviðtökur íslenskra gagnrýnenda og lesenda. Um þessar mundir eru því rétt tuttugu ár liðin frá því skáldsagan kom fyrst út á íslensku. Í fyrirlestrinum rifjar Friðrik upp forsögu og ástæðu þess að hann réðst í að þýða Óbærilegan léttleika tilverunnar, hvernig hann vann það verk, hvaða þýðingavandi kom helst upp og það hvernig gekk að ná þessum fjölbreyttu eðliskostum skáldsögunnar yfir á íslensku. Friðrik Rafnsson er bókmenntafræðingur og þýðandi. Hann hefur þýtt allmargar skáldsögur eftir Kundera, en einnig eftir Denis Diderot, Michel Houellebecq, Pascal Quignard, Tahar Ben Jelloun og fleiri. Fyrirlesturinn flytur Friðrik í stofu 201 í Árnagarði á morgun og hefst hann kl. 16.30 Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, fjallar um skáldverkið Óbærilegan léttleika tilverunnar eftir Milan Kundera í fyrirlestraröðinni „Þýðing öndvegisverka“ á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur á morgun. Skáldverk þetta er af mörgum talið vera ein merkasta skáldsaga sem rituð var á 20. öld, margradda bókmenntaverk sem höfðar til margra þátta í lesandanum í senn, allt frá vitsmunalegri skemmtun til líkamlegrar munúðar. Hún kom fyrst út í París í febrúar 1984 og aðeins tveimur og hálfu ári síðar, í nóvember 1986, kom hún út hjá bókaútgáfu Máls og menningar hérlendis og hlaut afbragðsviðtökur íslenskra gagnrýnenda og lesenda. Um þessar mundir eru því rétt tuttugu ár liðin frá því skáldsagan kom fyrst út á íslensku. Í fyrirlestrinum rifjar Friðrik upp forsögu og ástæðu þess að hann réðst í að þýða Óbærilegan léttleika tilverunnar, hvernig hann vann það verk, hvaða þýðingavandi kom helst upp og það hvernig gekk að ná þessum fjölbreyttu eðliskostum skáldsögunnar yfir á íslensku. Friðrik Rafnsson er bókmenntafræðingur og þýðandi. Hann hefur þýtt allmargar skáldsögur eftir Kundera, en einnig eftir Denis Diderot, Michel Houellebecq, Pascal Quignard, Tahar Ben Jelloun og fleiri. Fyrirlesturinn flytur Friðrik í stofu 201 í Árnagarði á morgun og hefst hann kl. 16.30
Menning Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira