Mótmæla lögregluvaldi Vegagerðar 13. janúar 2006 20:55 Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira
Landssamband lögreglumanna mótmælir því harðlega að starfsmönnum Vegagerðarinnar verði veitt víðtækt lögregluvald og telur svo vanhugsaðar lagabreytingar illskiljanlegar. Þá hafa atvinnubílstjórar hafið undirskriftasöfnun gegn áformunum. Vegaeftirlitsmenn fá lögregluvald til að stöðva ökutæki á þjóðvegum og banna því frekari för, samkvæmt frumvarpi sem samgönguráðherra hefur lagt fram á Alþingi til breytinga á umferðarlögum. Rök ráðherra eru þau að styrkja þurfi heimildir Vegagerðarinnar til eftirlits með ökutækjum og því hvort virtar séu reglur um aksturs- og hvíldartíma ökumanna. Á vefsíðu flutningabílstjóra, geirinn.is, er nú hafin undirskriftasöfnun gegn þessum áformum og Landssamband lögreglumanna mótmælir þeim harðlega. "Rannsókn opinbers máls er lögum samkvæmt í höndum lögreglu og auðvitað í nánu samstarfi við ákæruvaldið og það að eftirlitsaðili eins og Vegagerðin, sem hefur allt aðra hagsmuni og mögulega tryggir ekki réttarstöðu sakborninga, taki við upphafi rannsóknar sakamáls gengur ekki upp," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. Lögreglumenn telja að færa ætti þá fjármuni sem ætlaðir eru samgönguráðuneyti og Vegagerð í þessu skyni yfir til dómsmálaráðuneytis og lögreglu. Þá benda þeir á að flókin og beinlínis hættuleg staða gæti komið upp. "Vissulega gæti þetta skapað hættu á vegum úti því kjósi einstaklingur sem eftirlit beinist að, að sinna ekki stöðvunarmerkjum eða einfaldlega yfirgefa vettvang er væntanlega tvennt til, annars vegar að Vegagerðin hefji eftirför sem þeir hafa ekki heimild til og þá handtaki viðkomandi sem þeir hafa heldur ekki heimild til eða þá að þeir hringi á lögregluna. Það er með öllu óskiljanlegt að lögreglan skuli ekki sinna þessu í rauninni einhliða og þó ef til vill í samstarfi við Vegagerðina," segir Páll.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Sjá meira