Pedro de la Rosa, æfingaökumaður hjá McLaren, frumsýndi í dag nýjan bíl frá framleiðandanum á æfingabraut í Barcelona á Spáni. Rosa var ánægður með bílinn og sagði hann gefa góð fyrirheit. "Ég er auðvitað bara búinn að taka örfáa hringi á bílnum, en hann lofar mjög góðu," sagði Spánverjinn.
