Breskt bílablað heldur því fram í vikunni að hver hringur í Formúlu 1 kosti keppnisliðin um sem nemur 1300 dollurum, eða í kring um 100.000 krónur og þá sé aðeins talinn kostnaður við eldsneyti, bremsubúnað og hjólbarða. Könnun þessi var gerð með það fyrir augum að sýna fram á að of mikill kosnaður fylgi æfingaakstri hjá liðunum.
Hringurinn kostar 1300 dollara
