Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls 23. febrúar 2006 22:01 MYND/Hilmar Bragi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss suðvestur af Klaustri Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Sjá meira