Innlent

Töluverðar annir hjá lögreglunni í Hafnarfirði

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði. stefán

Talsvert mikið var að gera í umdæmi lögreglunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði þessa helgi. Margar tilkynningar og kvaranir bárust vegna ölvunar, bæði unglinga og hinna eldri. Þá bárust einnig allmargar kvartanir vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum.

Í dagbók lögreglunnar segir að að þrjú fíkniefnamál hafi komið til kasta hennar. Öll komu þau upp eftir hefðbundið umferðareftirlit. Í tveimur tilvika leiddu málin síðan til húsleitar. Í öllum tilvikunum var lagt hald á meint fíkniefni. Þessi mál teljast að mestu upplýst.

Þá var tilkynnt var um innbrot í tvær bifreiðar og um skemmdarverk á tveimur bifreiðum í Hafnarfirði og um rúðubrot í Flataskóla. Öll þessi mál eru í rannsókn.

Átta umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglunnu þessa helgi. Öll slysalaus. Auk þessa hafði lögreglan afskipti af 25 ökumönnum vegna brota á umferðarlögum, þar af 16 vegna hraðaksturs. Einn ökumaður var stöðvaður, grunaður um ölvun við akstur. Þeir sem hraðast óku voru mældir á 160 km hraða á Hafnarfjarðarvegi, þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km, á 80 km hraða á Strandgötu í Hafnarfirði, þar sem leyfður er 50 km hámarkshraði og á 72 km hraða á Bæjarbraut í Garðabæ, þar sem einnig er leyfður 50 km hámarkshraði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×