Mikill missir vegna lítils penings 2. mars 2006 12:30 Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Stjórnarliðar jafnt sem stjórnarandstæðingar lýstu miklum áhyggjum af því við upphaf þingfundar í dag að heimaþjónusta ljósmæðra hefði fallið niður vegna kjaradeilu þeirra við heilbrigðisráðuneytið.Þingmenn furðuðu sig á því að kjaradeila ljósmæðra við heilbrigðisráðuneytið hefði gengið svo langt, sérstaklega í ljósi þess hversu lítið bæri í milli."Ef farið væri eftir ítrustu kröfum ljósmæðra myndi það valda fimmtán milljóna króna viðbótarkostnaði á ári fyrir ríkissjóð," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. "Þetta er ekki neitt, neitt til að bregðast við."Heilbrigðisráðherra sagði að samkvæmt sínum upplýsingum hefði heldur þokast í samkomulagsátt. "Hér er ekki um að ræða neinar tiltakanlega háar upphæðir," sagði hann. "Þetta er ekki stór hópur en við erum að ræða prósentuhækkanir og viðmiðanir við viðmiðunarstéttir. Það er það sem stendur á í þessu máli."Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að við samningagerð mættu stjórnvöld hafa í huga að talsverður sparnaður hefði þegar skilað sér í heilbrigðiskerfið og ríkissjóð vegna heimaþjónustunnar. "Það er búið að nýta þetta húsnæði og mannskap í aðra starfsemi þannig að ríkið er að spara óhemju fé á þessu."Fleiri þingmenn höfðu áhyggjur af stöðu mála. "Hvernig má það vera, frú forseti, að það er teflt á tæpasta vað í þessari þjónustu," spurði Þórunn Sveinbjarnardóttir. "Hvernig má það vera að hún er látin niður falla sólarhringum saman og að sé í raun ekki ljóst hvenær hún verður tekin upp aftur."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira