Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími 5. mars 2006 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira