Engin ákvörðun um hvort frystihús verður endurbyggt 15. mars 2006 13:03 Frá slökkvilstarfi á Breiðdalsvík. MYND/Vilhelm Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið lang fjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. Ríkharður Jónasson, framkvæmdastjóri Fossvíkur, segir að meta verði stöðuna, en hann telji að frystihúsið hafi verið fulltryggt. Eldtungur stigu allt að tíu metrum upp í loftið eftir að eldurinn braut sér leið upp úr þakinu á eldri hluta frystihússins á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Reyk lagði yfir bæinn og hætta var á ammoníaksleka og sprengingum í gaskútum, þannig að nokkur hús voru rýmd og sá Rauði krossinn um að hýsa yfir 20 manns annarsstaðar. Engar sprengingar urðu og Slökkvilið Austurbyggðar og Breiðdalsvíkur og víðar af Austfjörðum barðist við mikinn eld í allt gærkvöld og einbeittu sér að því verja nýjasta hluta hússins, sem meðal annars hýsir aðalvinnslusalinn. Að sögn Ríkharðs virðist það að mestu hafa tekist, fyrir utan reykskemmdir. Með harðfylgi 60 slökkviliðsmanna tóks að ráða niðurlögum eldsins upp úr miðnætti. Þá var eldri hluti þess brunninn, en þar var umbúðalager, frystivélar og verkstæði. Ljóst er að tjónið hleypur á tugum milljóna króna. Að jafnaði hafa 20 til 30 manns unnið í frystihúsinu, en nú er óljóst hvort eða hvenær vinnsla hefst þar á ný. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Engin ákvörðun hefur verið tekin um það á þessari stundu hvort frystihúsið á Breiðdalsvík, sem stórskemmdist í eldi í gærkvöldi, verður endurbyggt. Það hefur verið lang fjölmennasti vinnustaðurinn í plássinu. Ríkharður Jónasson, framkvæmdastjóri Fossvíkur, segir að meta verði stöðuna, en hann telji að frystihúsið hafi verið fulltryggt. Eldtungur stigu allt að tíu metrum upp í loftið eftir að eldurinn braut sér leið upp úr þakinu á eldri hluta frystihússins á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Reyk lagði yfir bæinn og hætta var á ammoníaksleka og sprengingum í gaskútum, þannig að nokkur hús voru rýmd og sá Rauði krossinn um að hýsa yfir 20 manns annarsstaðar. Engar sprengingar urðu og Slökkvilið Austurbyggðar og Breiðdalsvíkur og víðar af Austfjörðum barðist við mikinn eld í allt gærkvöld og einbeittu sér að því verja nýjasta hluta hússins, sem meðal annars hýsir aðalvinnslusalinn. Að sögn Ríkharðs virðist það að mestu hafa tekist, fyrir utan reykskemmdir. Með harðfylgi 60 slökkviliðsmanna tóks að ráða niðurlögum eldsins upp úr miðnætti. Þá var eldri hluti þess brunninn, en þar var umbúðalager, frystivélar og verkstæði. Ljóst er að tjónið hleypur á tugum milljóna króna. Að jafnaði hafa 20 til 30 manns unnið í frystihúsinu, en nú er óljóst hvort eða hvenær vinnsla hefst þar á ný.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira