Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra 19. mars 2006 19:00 Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira