"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" 19. mars 2006 20:14 Mourinho var eins og hljómsveitarstjóri á hliðarlínunni í kvöld. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira
Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Mourinho virtist ráðalaus og örvæntingafullur eftir að Luis Boa Morte skoraði fyrir Fulham á 17. mínútu því innan við 10 mínútum síðar gerði hann tvær breytingar á Chelsea liðinu þrátt fyrir að ekki væru nema rúmlega 25 mínútur liðnar af leiknum. Hann tók þá Joe Cole og Shaun Wright-Phillips af velli og setti Damien Duff og Didier Drogba inn á í þeirra stað. Mourinho kláraði svo sína þriðju og síðustu skiptingu strax í hálfleik þegar hann tók Robert Huth af velli fyrir Ricardo Carvalho. "Við vorum bara lélegir fyrstu 30 mínútur leiksins. Joe og Shaun áttu ekki góðan leik og voru ekki að tengja vængspilið við sóknina. Hernan (Crespo) var mjög einmana í sókninni. Með hverri mínútu sýndu leikmennirnir mínir engin viðbrögð í leik sínum eftir markið þannig að ég varð að gera breytingu." sagði Chelsea-stjórinn og gaf sér um leið tíma til að hrósa Chris Coleman, knattspyrnustjóra Fulham. "Fulham menn börðust mjög vel og eftir markið þá var það þeirra að halda. Um leið og ég er mjög óánægður þá samgleðst ég örlítið með Chris (Coleman) því hann er frábær náungi og frábær knattspyrnustjóri." sagði Mourinho. Um markið sem dæmt var af Didier Drogba sagðist Mourinho ekki hafa séð atvikið nógu vel en kvaðst um leið ekki hafa verið sá eini sem sá það ekki. Þrátt fyrir að sjónvarpsendursýningar sýndu að Drogba handlék boltann þá sakar Mourinho, Mike Dean dómara um að hafa látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína. "Það segja allir að Drogba hafi tekið boltann með höndinni þannig að það hlýtur að vera rétt. En ég get lofað ykkur að línuvörðurinn sá ekki atvikið. Hann var þar sem ég var og ekki sá ég það auk þess sem hann lyfti ekki flagginu og leyfði markinu að standa í fyrstu. Ákvörðinin var rétt en ekki vegna þess sem þeir sáu heldur vegna pressu frá leikmönnum Fulham." bætti Mourinho við. Hann sá heldur ekki nógu vel atvikið þegar William Gallas fékk rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Heiðar Helguson á lokamínútu leiksins. "Ég sá það ekki, ég var alveg í hinu horninu þannig að ég get ekki tjáð mig um það."Chris Coleman knattspyrnustjóri Fulham var í skýjunum eftir sigur sinna manna. Hann heldur því þó fram að þrátt fyrir tapið í dag muni Chelsea halda Englandsmeistaratitlinum. "Við vorum alveg meðvitaðir um að við værum að mæta meisturunum og þeir munu verða það aftur. En ég hugsaði að kannski, bara kannski að ef við sýndum góðan leik gætum við náð góðum úrslitum. Þessi frammistaða minna manna alveg stórkostleg. Þetta snerist ekki bara um 3 stig fyrir okkur heldur létti þessi sigur smá pressu af okkur." sagði Coleman en Fulham er 11 stigum frá fallsvæði, nú með 35 stig í 14. sæti. Chelsea er með 12 stiga forystu á toppi deildarinnar en Man Utd sem er í 2. sæti á leik til góða og getur minnkað muninn í 9 stig þegar 8 umferðir eru eftir af mótinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Ellefu Íslandsmet og ekki svona margir á HM síðan 2016 Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ McIlroy skaut niður dróna Sló átta ára dóttur sína eftir tap „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Sjá meira