Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot.
Maðurinn játaði sök í brotum sem komu fram í tíu ákæruliðum um fjársvik að upphæð sextíu og fjögur þúsund krónur samanlagt og sjö ákæruliðum vegna umferðarlagabrota.