Þrír eftir - syngja topplög ársins 2005 31. mars 2006 17:31 Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is. Idol Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það sýndi sig og sannaðist í síðasta þætti að vinsældir Idol-Stjörnuleitar eru enn og aftur gríðarlega miklar. Fleiri kusu í símakosningunni en nokkru sinni áður í þessari þriðju Idol-Stjörnuleit, en um 60 þúsund atkvæði bárust. Fastlega má gera ráð fyrir að ennþá fleiri atkvæði verði greidd að þessu sinni, enda spennan sannarlega að ná hámarki. Að þessu sinni verður þema þáttarins óvenju almenns eðlis því keppendur fengu það kærkomna val að velja sér eitthvert af vinsælustu lögum ársins 2005. Fyrir valinu urðu vafalítið tvö af eftirlætis lögum keppendanna sjálfra og því má búast við að þeir muni gefa sig alla í flutninginn og syngja lögin sín af ósvikinni innlifun. Þá er líka óhætt að segja að fjölbreytnin verði í fyrirrúmi því sungin verða allt frá hugljúfustu popplögum á borð við "You Raise Me Up" sem postulínsbarkinn Josh Groban gerði fyrstur vinsælt, og "You're Beautiful", með hermanninum tilfinninganæma James Blunt, til rokkballöðunnar "Wake Me Up When September Ends" með pönkrisanum Green Day, hins eldhressa "Since You've Been Gone" með Idol-Stjörnunni Kelly Clarson og indísmellsins "Speed of Sound" með Íslandsvinunum í Coldplay. Eftir að hafa staðist hverja prófraunina á fætur annarri og sýnt það og sannað að þau geta vel syngið gamlar perlur og hinar ýmsu ólíku tónlistarstefnur reynir fyrst virkilega á hversu fersk þau Snorri, Bríet Sunna og Ína eru. Hvernig þeim ferst úr hendi að syngja nýjasta nýtt, vinsælasta poppið í dag. Hvernig þau plumma sig í raun og veru sem alvöru poppstjörnur. Hér á eftir fer röð flytjenda, lögin sem þau syngja og þekktasti flytjandi þeirra: Áður en keppnin hefst syngja þau saman Pulp-skotið og hressilega ný-nýbylgjulag "Somebody Told Me", sem hin geðþekka hljómsveit The Killers gerði vinsælt árið 2005. Snorri Fyrri umferð: Lag: Wake me up when september ends Upprunalegur flytjandi: Green Day Seinni umferð: Lag: You raise me up Þekktasti flytjandi: Westlife Númer: 900 9001 SMS: idol 1 Bríet Sunna Fyrri umferð: Lag: True Upprunalegur flytjandi: Ryan Cabrera Seinni umferð: Lag: You're Beautiful Þekktasti flytjandi: James Blunt Númer: 900 9002 SMS: idol 2 Ína Fyrri umferð: Lag: Since you've been gone Upprunalegur flytjandi: Kelly Clarkson Seinni umferð: Lag: Speed of sound Þekktasti flytjandi: Coldplay Númer: 900 9003 SMS: idol 3 Hægt að nálgast Idol-Stjörnuleit, sem og aðra íslenska þætti sem sýndir eru á Stöð 2, Sýn, Sirkus og NFS á VefTV Vísis á www.visir.is.
Idol Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira