Lífið

Frum­sýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum.
Pétur Jóhann gengur fram af sér á fjarlægum slóðum.

Fyrsta stiklan úr Alheimsdrauminum er mætt á Vísi. Þar skipa þeir Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 þann 28. febrúar. 

„Besta leiðin til að lýsa Draumnum er þannig að þetta er jafn gaman og þetta er erfitt,“ segir Auðunn Blöndal í samtali við Vísi. Hann segir óhætt að fullyrða að nýjasta serían sé sú klikkaðasta hingað til en fimm ár eru síðan strákarnir héldu síðast utan í Suður-Ameríska Draumnum. Meðal landa sem strákarnir ferðast til að þessu sinni eru Nýja-Sjáland, Filippseyjar og Ástralía.

Klippa: Alheimsdraumurinn - stikla

Reynt á öll mörk

„Við reyndum þarna á öll okkar mörk og það er ótrúlegt hvað hægt er að leggja á sig í rugli. Það er svo skrítið að þetta skuli vera vinna, ég hugsaði einmitt þegar ég lá þarna málaður eins og tígrisdýr: „Huh, ég er bara í vinnunni í Nýja-Sjálandi.“ Þetta er svo innilega steikt,“ segir Auddi hlæjandi.

Áður hafa verið framleiddar þáttaraðirnar Ameríski Draumurinn, Evrópski Draumurinn, Asíski Draumurinn og Suður Ameríski Draumurinn en í þessari nýjustu þáttaröð er allur heimurinn undir.

Auddi segir vini og ættingja oft spyrja hann hvort þetta sé í raun ekki bara kósý og stemning. Hann viti sem er að það sé asnalegt að segja það en það sé samt alls ekki þannig. Tökur stóðu yfir í um mánuð og voru strákarnir þann tíma í 76 klukkustundir í flugvél.

„En auðvitað vorkennir okkur enginn, enda skemmtilegasta vinna í heimi. En við skulum bara segja að það eru mörg lönd sem ég hlakka til að ferðast til án þess að láta hrækja á mig.“

Þeir félagar lögðu á sig gríðarlegt ferðalag í þáttunum.

Tengdar fréttir

Allur heimurinn undir í nýjum Draumi

Stöð 2 hefur ákveðið að ráðast í framleiðslu á nýrri þáttaröð af skemmtiþáttunum „Draumurinn“ þar sem Auddi, Steindi, Sveppi og Pétur Jóhann skipa tvö lið sem þeysast um heiminn og leysa ævintýralega skemmtilegar þrautir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.