Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 8. janúar 2025 16:01 Meghan Markle hertogaynjan af Sussex syrgir hundinn Guy. Diego Cuevas/Getty Images Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og Hollywood stjarna, opnaði sig upp á gátt á Instagram í gær með einlægri færslu sem einkenndist af mikilli sorg. Hundur hennar og Harry prins Guy lést fyrir stuttu síðan og skrifar Meghan falleg minningarorð til hans á samfélagsmiðlunum. „Árið 2015 ættleiddi ég bikkil hund frá hundaathvarfi í Kanada. Hann hafði áður búið í skýli í Kentucky og var sagður eiga örfáa daga eftir. Ég tók hann upp og varð ástfangin. Athvarfið talaði um hann sem litla gæjann eða the little guy því hann var svo lítill og viðkvæmur og þess vegna skírði ég hann Guy. Og hann var besti gæi sem nokkur stelpa gæti beðið um.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Meghan bætir við að þau sem fylgdu henni á Instagram áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hafi fengið að sjá mikið af honum á miðlinum. „Hann var með mér þegar ég var í tökum fyrir Suits, þegar ég trúlofaðist (og gifti mig), þegar ég varð mamma. Hann fylgdi mér í gegnum allt. Þögnina, kaosið, rólegheitin, þægindin.“ Meghan skrifar sömuleiðis að Guy hafi lent í hræðilegu slysi stuttu áður en hún flutti til Bretlands. Hann hafi í kjölfarið þurft að fara í margar aðgerðir yfir nokkra mánuði og hafi ekki getað farið af dýraspítalanum. „Læknarnir sögðu að hann myndi aldrei geta labbað aftur en Dr. Noel Fitzpatrick sagði að hann gæti það. Harry og ég keyrðum seint á kvöldin eftir lokun til að geta heimsótt Guy á meðan hann hafnaði sig í Surrey.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Hjónin eru þakklát fyrir Noel og hans teymi og alla þá sem hjálpuðu Guy. „Mörg ykkar munu sjá Guy í nýju sjónvarpsseríunni minni og ég vona að þið skiljið hvers vegna ég er niðurbrotin eftir að hafa misst hann. Ég held að þið verðið líka svolítið ástfangin af Guy. Ég hef grátið fleiri tárum en mögulegt er að telja. Tár sem fá þig til þess að fara í sturtu með fáránlega von um að vatnið fái þig til að finna minna fyrir þeim eða að þú getir látið eins og þau séu ekki þarna. En tárin koma og það er allt í lagi líka. Takk fyrir mörg ár af skilyrðislausri ást, yndislegi Guy minn. Þú getur aldrei skilið hversu mikið þú gerðir fyrir lífið mitt.“ Harry og Meghan Kóngafólk Hollywood Hundar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Hundur hennar og Harry prins Guy lést fyrir stuttu síðan og skrifar Meghan falleg minningarorð til hans á samfélagsmiðlunum. „Árið 2015 ættleiddi ég bikkil hund frá hundaathvarfi í Kanada. Hann hafði áður búið í skýli í Kentucky og var sagður eiga örfáa daga eftir. Ég tók hann upp og varð ástfangin. Athvarfið talaði um hann sem litla gæjann eða the little guy því hann var svo lítill og viðkvæmur og þess vegna skírði ég hann Guy. Og hann var besti gæi sem nokkur stelpa gæti beðið um.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Meghan bætir við að þau sem fylgdu henni á Instagram áður en hún giftist inn í bresku konungsfjölskylduna hafi fengið að sjá mikið af honum á miðlinum. „Hann var með mér þegar ég var í tökum fyrir Suits, þegar ég trúlofaðist (og gifti mig), þegar ég varð mamma. Hann fylgdi mér í gegnum allt. Þögnina, kaosið, rólegheitin, þægindin.“ Meghan skrifar sömuleiðis að Guy hafi lent í hræðilegu slysi stuttu áður en hún flutti til Bretlands. Hann hafi í kjölfarið þurft að fara í margar aðgerðir yfir nokkra mánuði og hafi ekki getað farið af dýraspítalanum. „Læknarnir sögðu að hann myndi aldrei geta labbað aftur en Dr. Noel Fitzpatrick sagði að hann gæti það. Harry og ég keyrðum seint á kvöldin eftir lokun til að geta heimsótt Guy á meðan hann hafnaði sig í Surrey.“ View this post on Instagram A post shared by Meghan, Duchess of Sussex (@meghan) Hjónin eru þakklát fyrir Noel og hans teymi og alla þá sem hjálpuðu Guy. „Mörg ykkar munu sjá Guy í nýju sjónvarpsseríunni minni og ég vona að þið skiljið hvers vegna ég er niðurbrotin eftir að hafa misst hann. Ég held að þið verðið líka svolítið ástfangin af Guy. Ég hef grátið fleiri tárum en mögulegt er að telja. Tár sem fá þig til þess að fara í sturtu með fáránlega von um að vatnið fái þig til að finna minna fyrir þeim eða að þú getir látið eins og þau séu ekki þarna. En tárin koma og það er allt í lagi líka. Takk fyrir mörg ár af skilyrðislausri ást, yndislegi Guy minn. Þú getur aldrei skilið hversu mikið þú gerðir fyrir lífið mitt.“
Harry og Meghan Kóngafólk Hollywood Hundar Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Allt búið hjá Austin og Kaiu Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira