Málið fer til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg 4. apríl 2006 16:39 Gestur Jónsson. MYND/GVA Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust. Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í Baugsmálinu, segir að farið verði með málið til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Hann býst ekki við að dómur vegna ákæruliðanna sem voru endurútgefnir í gær falli fyrr en í haust. Gestur Jónsson var gestur í Hádegisviðtalinu á NFS í dag þar sem hann var inntur eftir viðbrögðum við því að settur saksóknari í Baugsmálinu hefði ákveðið að gefa út ákæru í 19 af þeim 32 ákæruliðum sem vísað var frá Hæstarétti í október síðastliðnum. Þrír eru ákærðir í þetta sinn, skjólstæðingur Gests, Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, og Jón Gerald Sullenberger sem hingað til hefur verið aðalvitni saksóknara. Gestur sagði að honum sýndist sem það væru 17 af þeim 32 liðum sem vísað var frá sem væru tilefni hinnar nýju ákæru. Hann vakti einnig athygli á því að nærri helmingur upphaflegu ákæruliðanna hefði verið látinn niður falla með öllu. Sem fyrr segir er Jón Gerald Sullenberger nú ákærður fyrir aðild að málinu. Gestur sagði aðspurður að hann fagnaði því ekki að maður væri ákærður. Hins vegar benti hann á að Jón Gerald hefði einn viðurkennt sök í málinu, aðrir hefðu lýst yfir sakleysi sínu. Gestur segir að farið verði með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í Strassborg þegar búið verði að útkljá alla anga þess fyrir íslenskum dómstólum. Fyrr sé það ekki hægt. Hinir endurútgefnu ákæruliðir verða þingfestir fyrir Héraðsdómi þann 27. apríl næstkomandi og Gestur segir að farið verði fram á að málinu verði vísað frá. Hann reiknar ekki með skjótri niðurstöðu ef ekki verður fallist á það. Gestur segir að verjendur muni þá þurfa tíma til að afla sér frekari gagna í málinu og hann sjái ekki fyrir sér að dómur falli fyrr en í haust.
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Sjá meira