Innlent

Tveggja milljóna króna aukafjárveiting til Námsflokka Reykjavíkur

Borgarráð samþykkti í morgun 2 milljóna króna aukafjárveitingu til Námsflokka Reykjavíkur vegna íslenskunáms innflytjenda. Samningur sem borgin gerði við Mími símenntun var rammasamningur um 700 nemendur, en þeim fjölda hefur þegar verið sinnt á liðnu námsári.

Því kemur til aukafjárveiting til að svara þeirri miklu spurn er nú er eftir námi. Stefán Jón Hafstein formaður menntaráðs segir að þetta sýni glöggt hve mikil þörf sé á að hlúa að og þróa íslenskukennslu sem annað mál hér á landi, með stöðugum ,,innflutningi á vinnuafli" sem í reynd sé fólk sem þurfi að laga að íslensku samfélagi og háttum svo það geti orðið nýtir borgarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×