Sjálfstæðisflokkurinn í stórsókn 11. apríl 2006 20:20 Eyþór Arnalds leiðir lista Sjálfstæðismanna sem bæta við sig miklu fylgi. MYND/E.Ól. Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks. Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tvöfaldar fylgi sitt í Árborg og nær hreinum meirihluta samkvæmt nýrri skoðanakönnun NFS. Þrjátíu prósent kjósenda í Árborg hafa snúið baki við Samfylkingunni og Framsóknarflokknum samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fer úr rúmum fjörutíu prósentum atkvæða í rúm tuttugu prósent og Framsóknarflokkurinn fer úr 28 prósentum í 18 samkvæmt könnuninni. Sjálfstæðismenn eru hins vegar sigurvegarar könnunarinnar og rúmlega tvöfalda fylgi sitt frá síðustu kosningum, mælast nú með 51 prósent atkvæða en fengu fjórðung atkvæða fyrir fjórum árum.. Vinstri-grænir bæta við sig fylgi, fara úr rúmum sex prósentum atkvæða í tæp níu prósent, en ná ekki inn manni samkvæmt þessu og fylgi Frjálslynda flokksins mælist vart. Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sagði að þessar niðurstöður gætu sett aukna hörku í kosningabaráttuna. Hann benti á að þetta væri mun meiri fylgisaukning en í öðrum sveitarfélögum þar sem fylgi flokkanna hefur verið mælt að undanförnu. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, benti á að núverandi meirihluti hefði tekið við slæmu búi af Sjálfstæðismönnum fyrir fjórum árum. Þá hefðu til dæmis skólamál verið í óviðunandi standi en þar hefði verið unnið mikið og gott starf. Þorvaldur Guðmundsson, oddviti Framsóknarmanna, dró niðurstöður könnunarinnar í efa og benti á að undirbúningur flokkanna í framboði væri misjafnlega langt á veg kominn. Hann benti á að prófkjör Sjálfstæðismanna hefði fengið mikla athygli en Framsóknarmenn væru tiltölulega nýbúnir að raða upp sínum lista. Það líður sennilega ekki langur tími þar til skoðanakannanir fara að sýna Vinstri-græna með mann inni í bæjarstjórn sagði Jón Hjartarson, sem leiðir lista þeirra. Hann sagðist bjartsýnn á góðan árangur síns flokks og lýsti efasemdum um að íbúar Árborgar kysu yfir sig meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Frjálslyndi flokkurinn Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Vinstri græn Mest lesið Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Erlent Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Erlent Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Innlent Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Ungbörn geti fundið nikótínpúða á róló: „Þetta getur verið lífshættulegt“ Óseldir flugeldar geymdir í vel vöktuðu húsi Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Sjá meira