Innlent

Óttast að laun lækki

Líklegt er að laun lækki en gerviverktaka og atvinnuleysi aukist vegna niðurfellingar takmarkana á vinnuréttindum erlendra verkamanna hér á landi. Þetta segir stjórn og trúnaðarráð Verkalýðsfélags Húsavíkur sem hefur áhyggjur af því að íbúar átta Austur-Evrópuríkja í ESB fá full atvinnuréttindi á við aðra íbúa EES-svæðisins frá 1. maí næst komandi.

Stjórn félagsins og trúnaðarráð óttast að atvinnurekendur nýti sér breytingarnar til að lækka laun. Þá segir í ályktun þeirra að íslenskur vinnumarkaður sé ekki tilbúinn til að taka við auknu flæði launafólks umnæstu mánaðamót og því hefði verið eðlilegt að fresta frjálsri för verkafólks um nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×