Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra 5. maí 2006 08:00 MYND/Pjetur Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira