Vilja gagnsæi í starfskjörum þingmanna og ráðherra 5. maí 2006 08:00 MYND/Pjetur Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum. Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Samtök atvinnulífsins segja að ekki skapist sátt um starfskjör kjörinna fulltrúa ef þau verði áfram ógagnsæi og ákvörðuð á mörgum stöðum. Þau vilja að þingmenn og ráðherrar deili lífeyriskjörum með öðrum í landinu en miðað við núverandi stöðu geta lífeyriskjör ráðherra umfram almenna launþega eftir þrjú kjörtímabil verið ígildi yfir 100 milljóna króna starfslokagreiðslu. Alþýðusamband Íslands sendi á dögunum frá sér umsögn um frumvarp um kjararáð sem á að leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd sem hingað til hafa ákvarðað launakjör æðstu embættismanna. ASÍ gagnrýndi að allar ákvarðanir um launakjör kjörinna fulltrúa skyldu ekki falla undir kjararáð, eins og til dæmis ákvarðanir um lífeyrisréttindi þingmanna sem áfram verða ákveðin á þingi. Samtök atvinnulífsins taka undir með ASÍ um að ekki muni skapast sátt í þjóðfélaginu um kjör þingmanna og ráðherra meðan ekki sé augljóst hver þau séu í raun og veru. Samtökin hafa reiknað út hvað lífeyriskjör þingmanna og ráðherra færi þeim umfram hinn almenna lífeyrisþega. Þau benda á að eftir 23 ár á þingi nái þingmaður hámarki eftirlaunahlutfalls sem er 70 prósent af þingfararkaupi. Það tryggi honum 330 þúsund krónur í lífeyri á mánuði. Sjóðsfélagi í lífeyrissjóði verslunarmanna ávinnur sér hins vegar um helmingi lægri upphæð á sama tíma. Ráðherra sem situr í þrjú kjörtímabil ávinnur sér nærri 600 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur mánaðarlega ævilangt. Sjóðsfélagi í Lífeyrissjóði verslunarmanna tryggir sér hins vegar 56 þúsund krónur á sama tímabili. Með öðrum orðum, það tekur ráðherra rúmlega eitt ár að vinna sér í þann lífeyri sem almennur lífeyrisþegi ávinnur sér á tólf árum. Þessi lífeyriskjör tryggja ráðherrum ígildi á bilinu 85-102 milljóna króna starfslokagreiðslu umfram almenna lífeyrissjóðsþega. Þingmenn fá hins vegar ígildi á bilinu 35-51 milljónar króna starfslokagreiðslu umfram aðra með sínum lífeyrisrétti. Hannes G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að svo lengi sem kjör kjörinna fulltrúa séu ekki almennilega uppi á borðinu verði ófriður í samfélaginu. Eftirlaunakjör ráðamanna verði að færa til samræmis við aðra landsmenn. Þingmenn og ráðherrar hafi ákveðið að aðrir landsmenn búi við tiltekin lífeyriskjör og þau umframlífeyrisréttindi sem þeir búi við vilji hann bæta upp í grunnlaunum.
Fréttir Innlent Kjaramál Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira